Öflugur listi og gott jafnvægi
Opið netprófkjör Samfylkingarinnar um síðustu helgi tókst einkar vel. Góð þátttaka og fín stemning var í kringum kjörið. Öllum tólf meðframbjóðendum mínum þakka ég drengilega og hressilega baráttu. Við kepptum fimm um fyrsta sætið og var öllum sómi af sinni baráttu.
Niðurstaðan var afgerandi. Hver og einn fékk sterka og afdráttarlausa kosningu í það sæti sem vannst. Jafnvægi á milli svæða, kynja og hópa er óvenju gott þar sem fjórar sterkar konur eru á meðal sex efstu.
Þakka ég öllum sem mig studdu sérstaklega fyrir stuðninginn. Það var mér mjög mikilvægt að fá sterka kosningu og endurnýjað umboð til áframhaldandi starfa fyrir Suðurkjördæmi. Ég er bjartsýnn á að sá listi sem við jafnaðarmenn og félagshyggjufólk ber fram undir merkjum Samfylkingar fyrir næstu kosningar verði vel að því kominn að fá góða kosningu til þess að vinna að framgangi mikilvægra mála í kjördæminu okkar.
Fyrir stuðninginn og störf ykkar er ég þakklátur. Þessi niðurstaða er mér afar mikilvægt eftir fordæmislaus umbrot á liðnum vetri.
Björgvin G. Sigurðsson,
oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.