Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Óeining kjósenda á Suðurnesjum
Föstudagur 27. febrúar 2009 kl. 09:03

Óeining kjósenda á Suðurnesjum

Eftir u.þ.b. 2 mánuði verður efnt til alþingiskosninga á Íslandi. Ástæðan fyrir þessum skrifum er sú óeining sem einkennt hefur kosningar á Suðurnesjum og sú sundrung og hreppapólitík sem komið hefur í veg fyrir að viðunandi árangur náist í kosningum. Þrátt fyrir mikið atkvæðamagn hefur uppskeran verið ákaflega rýr. Suðurkjördæmi er víðáttumikið og áherslur fara ekki alltaf saman, það þarf að skerpa línurnar því að miklir hagsmunir eru í húfi. Þessu verða kjósendur á Suðurnesjum að breyta í næstu kosningum.

Það er óþolandi að sjá á eftir ráðherrum og alþingismönnum austur fyrir fjall þar sem atkvæðamagn er mun minna en á Suðurnesjum. Það er á valdi Suðurnesjamanna að breyta úrslitunum í næstu kosningum og verða þeir að gera það. Það er hallærislegt svo ekki sé meira sagt að aðeins tveir þingmenn skyldu koma af Suðurnesjum í síðustu kosningum.

Leggjum til hliðar ágreining og hreppapólitík og tryggjum atkvæðum okkar beina leið inn á alþingi og þaðan inn í stjórnkerfi landsins. Þannig tryggja Suðurnesjamenn sér þann sess sem þeim ber í næstu kosningum. Fjóra menn á þing af Suðurnesjum er lágmark. Tryggjum heimamönnum atkvæði okkar í prófkjörum og alþingiskosningum sem framundan eru og skilum atkvæðunum heim í hérað. Gefum gamla pólitíkusa upp á bátinn. Þeir sváfu á verðinum og sofa enn. Veljum nýtt og ferskt fólk inn á listana því að það er framtíðin.

Sigurjón Gunnarsson
Norðurtúni 6
Sandgerði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024