Oddný tók daginn snemma
Oddný Harðardóttir tók kjördaginn snemma og hélt á kjörstað með manni sínum Eiríki Hermannssyni í Gerðaskóla og greiddi atkvæði í morgun.
Framundan eru spennandi og viðburðarríkur kosningadagur því margir telja að þessar kosningar séu einar þær mikilvægustu sem haldnar hafi verið.
Oddný og aðrir frambjóðendur Samfylkingarinnar bjóða Suðurnesjamönnum öllum í kosningakaffi og á kosningavöku í kosningamiðstöðinni í Bolafæti Reykjanesbæ s: 534-9718 og Verkalýðshúsinu í Grindavík 663-7786. Boðið er upp á akstur á kjörstað, segir í tilkynningu frá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi en hún sendi okkur einnig meðfylgjandi ljósmyndir.
Efri myndin: Oddný skilar atkvæðinu á réttan stað
Neðri myndin: Eiríkur Hermannsson og Oddný Guðbjörg Harðardóttir mætt í Gerðaskóla.