Oddný lýkur rósagöngu í Garðinum
Oddný Harðardóttir bæjarstjóri í Garði sem hefur á síðustu þremur vikum farið Suðurkjördæmi á enda og hitt þúsundir kjósenda er kominn heim í Garðinn þar sem hún lýkur við að dreifa íslenskum rósum og birkikvistum auk jafnaðarstefnunnar til íbúa Suðurnesja. Þannig endar hún kosningabaráttuna þar sem hún hófst fyrir þremur vikur.
Oddný og aðrir frambjóðendur Samfylkingarinnar bjóða Suðurnesjamönnum öllum í kosningakaffi og á kosningavöku í kosningamiðstöðinni í Bolafæti Reykjanesbæ og Verkalýðshúsinu í Grindavík.
Myndartexti: Oddný og Eiríkur gera sig klára í að ganga í síðustu húsin í Garðinum.
Frétt og mynd frá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi.