Oddný G Harðardóttir í 2.sæti
Nú þurfum við íbúar og stuðningsmenn Samfylkingar á Suðurlandi að velja okkur frambjóðendur á lista til Alþingiskosninga. Það er mikilvægt að sá listi sem nú er valin nái að spegla kjördæmið allt, og þá stöðu sem uppi er á hverjum stað. Að á listann raðist fólk sem sýnt hefur í verki að það geti tekist á við þau verkefni sem framundan eru og á listann skipist fólk með reynslu og nýir frambjóðendur sem endurspegli vel kjördæmið af báðum kynjum og á öllum aldri óháð búsetu.
Fyrir okkur íbúa á Suðurnesjum er gaman að sjá hve margir vel hæfir einstaklingar hafa valið að bjóða sig fram til prófkjörs Samfylkingarmanna í kjördæmi okkar. Þar skal á engan hallað, þó ég hafi hér valið að draga fram það framboð sem mér þykir einna vænst um að sjá, og það er framboð Oddnýjar G. Harðardóttur bæjarstjóra í Garði í annað sæti.
Skjótt skipast veður í lofti, er óhætt að segja hvað varðar framboð Oddnýjar nú. Nú þegar rúmt ár er eftir af kjörtímabili Oddnýjar í Garðinum, hafa íbúar á Suðurnesjum öllum óskað eftir því við hana að hún yrði fulltrúi Suðurnesjamanna á lista Samfylkingarinnar á Suðurnesjum. Hún hefur orðið við því kalli. Það er nú hlutverk okkar Suðurnesjamanna að standa saman að baki framboði hennar og sjá til þess að verðugur fulltrúi veljst inn á Alþingi Íslendinga
Oddný hefur á skömmum tíma sem bæjarstjóri í Garði sýnt að þar fer framkvæmdar manneskja, en jafnframt sýnt að varfærni í fjármálum bæjarfélagsins, enda Garður í dag það sveitarfélag á Suðunesjum sem hvað best er í stakk búið til að takast á við þá kreppu sem nú hefur skollið á. Þar hefur verið fylgt hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður og ekki verið eytt umfram það sem aflað hefur verið, og ekki verið hreyft við sparifé þeirra Garðmanna.
Fyrir okkur íbúa á Suðurnesjum og er nauðsynlegt að eiga þingmann sem við vitum að við getum treyst og hafi þekkingu á aðstæðum svæðisns. Þingmann sem við vitum að að mun taka á þeim málum sem að okkur snúa af áræðni og skynsemi og hagur að almennings sé ávallt hafður hafður að leiðarljósi.
Í framboði Oddnýjar Harðardóttur felast öll þau gildi sem eftir er kallað, og ný rödd sem vert er að hlusta á. Ég skora því á íbúa Suðurnesja að standa saman og og tryggja Oddnýju Harðardóttur brautargengi í því opna prófkjöri því sem fram mun fara hinn 5-7. mars. á slóðinni http://www.samfylking.is og tryggja okkur þannig verðugan fulltrúa okkar á þing.
Með bestu kveðju,
Hannes Friðriksson
Íbúi í Reykjanesbæ