Óbreytt tillaga frá kjörnefnd
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi leggja fram óbreytta tillögu að framboðslista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Heimildir Víkurfrétta herma að kjörnefndin hafi ekki komið til móts við óskir Kristjáns Pálssonar og stuðningsmanna um sæti á listanum. Fundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verður haldinn í Stapa klukkan 14:00 í dag og mun kjörnefndin leggja fram tillögur að listanum á þeim fundi. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er búist við miklum átakafundi í Stapa í dag og er jafnvel búist við að fundinum ljúki ekki fyrr en klukkan 18:00 í kvöld.