Óánægja með seinagang samninganefndar
				
				Fjölmennur fundur tónlistarskólakennara á Suðurnesjum, haldinn 1. nóvember 2001 í Grindavík lýsir yfir áhyggjum sínum af seinagangi í samningamálum tónlistarskólakennara og því áhugaleysi sem virðist einkenna störf samninganefndar sveitarfélaganna. Fundurinn telur áhugaleysi samninganefndar sveitarfélaganna ekki lýsa hug sveitarstjórna á Suðurnesjum, sem hafa sýnt mikinn metnað í málefnum sinna tónlistarskóla. Tónlistarskólakennarar skora á sveitarstjórnir á Suðurnesjum að beita sér fyrir því að samningar náist sem fyrst, svo ekki hljótist meira tjón af.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				