Nýtum tækifærið!
Í okkar samfélagi er mikilvægt að foreldrar standi saman varðandi uppeldi, menntun og framtíð barnanna. Námskeiðið "Öflugt sjálfstraust" er kærkomið tækifæri til að auka samstöðu foreldra og öryggi. Það er hlutverk að vera foreldri og með þátttöku á námskeiðum með öðrum foreldrum sem hafa sama markmið fyrir börnin sín og unglingana, getum við gert enn betur. Samstaða foreldra sem hafa sama markmið varðandi útivistartíma, væntingar til heimanáms, þátttöku í tómstundum og samvistir við fjölskylduna, er eitt mikilvægasta verkfærið sem við höfum til að veita börnunum okkar aðhald sem er í þeirra þágu og framtíðarinnar.
Tilgangur þessara námskeiða er meðal annars að auka öryggi foreldra sem, sem uppalenda og ekki síst að veita okkur öryggi sem félagar barnanna okkar. Það hjálpar okkur að setja mörk sem eru sanngjörn og bæði börn og foreldrar geta sameinast um. Til þess að börnin okkar nái árangri í námi og í því sem þau taka sér fyrir hendur, þurfa foreldrar að sýna mjög virka hvatningu og stuðning. SAMAN náum við foreldrar mun betri árangri.
Foreldrar sem tala saman og fylgja eftir sameiginlegum markmiðum lenda í mun minni árekstrum við börnin og umhverfið. Þá eru tækifærin fleiri til að vera góðir félagar barnanna.
Ég hvet foreldra til að mæta vel á þessi námskeið,kynnast enn betur og setja sameiginleg markmið fyrir börnin okkar. Þeirra er framtíðin.
Árni Sigfússon
bæjarstóri
Tilgangur þessara námskeiða er meðal annars að auka öryggi foreldra sem, sem uppalenda og ekki síst að veita okkur öryggi sem félagar barnanna okkar. Það hjálpar okkur að setja mörk sem eru sanngjörn og bæði börn og foreldrar geta sameinast um. Til þess að börnin okkar nái árangri í námi og í því sem þau taka sér fyrir hendur, þurfa foreldrar að sýna mjög virka hvatningu og stuðning. SAMAN náum við foreldrar mun betri árangri.
Foreldrar sem tala saman og fylgja eftir sameiginlegum markmiðum lenda í mun minni árekstrum við börnin og umhverfið. Þá eru tækifærin fleiri til að vera góðir félagar barnanna.
Ég hvet foreldra til að mæta vel á þessi námskeið,kynnast enn betur og setja sameiginleg markmið fyrir börnin okkar. Þeirra er framtíðin.
Árni Sigfússon
bæjarstóri