Nýtt upplýsingarit um Fjörheima á netinu
Kæru foreldrar/ forráðamenn nemenda í 8. -10. bekk. Slóðin hér er á kynningarbækling félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima sem staðsett er á Hafnargötu 88.
Félagsmiðstöðin er fyrir nemendur í 8. -10. bekk. Margt áhugavert er í boði s.s. stelpuklúbbur, strákaklúbbur og margt fleira.
Mikilvægi tómstunda er gríðarleg, ekki síst í ljósi aukinnar kyrrsetu barna og unglinga sem m.a. er rakin til aukinnar snjalltækja notkunar.
Vinsamlega kynnið bæklinginn fyrir unglingum ykkar.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Óskarsson umsjónarmaður Fjörheima á netfangið [email protected] eða í síma 421-8890