Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 22. mars 2004 kl. 21:25

Nýtt hugleiðslunámskeið: Leiðin til friðar

Öll hamingja sem til er rís frá því að óska öðrum hamingju. Bætið samskipti ykkar við fjölskyldu, vini og vinnufélaga.  Eflið jákvæða hugi ástar og kærleika.  Umbreytið erfiðleikum í orsakir hamingju og friðar.
Um þjálfun hugans:
Þegar við iðkum þjálfun hugans, reiðum við okkur á okkar innri styrk frekar en ytri skilyrði. Við þurfum ekki að bíða eftir betri skilyrðum áður en við byrjum að iðka, því við getum umbreytt öllum aðstæðum, bæði góðum og slæmum, í leiðina til lausnar og uppljómunar. Ef við bíðum eftir fullkomnum skilyrðum, munum við aldrei hefja nám okkar og Darma iðkun. Ennfremur, ef við erum upptekin af því að búa til fullkomin ytri skilyrði, þá munum við aldrei hafa tíma til að hugleiða því við verðum of upptekin við að uppfylla okkar óseðjandi langanir. Sem dæmi gætum við haft mjög góðan maka, en vegna óánægðs huga okkar samt verið að leita að einhverjum öðrum, eða við gætum átt góðan bíl, en samt langað í stærri og dýrari tegund. Eða við gætum verið í góðu starfi, en vegna óánægju samt viljað finna eitthvað betra. Ef við eltumst við allar okkar langanir, munum við ekki hafa neinn tíma aflögu fyrir Darma iðkun.

4 skipti: Mars: 11, 18, 25 og 1. apríl.
Tími: Kl 20:15 – 21:30.
Staður: Iðavellir 9a, inngangur bak við Innrömmun Suðurnesja.
Kennari: Eiríkur Ingibergsson
Bókanir og upplýsingar í s: 551-5259 og 897-4010
Skiptið kostar 800kr eða 600 fyrir námsmenn.
Nýtt efni tekið fyrir í hvert skipti.
Engin forkunnátta nauðsynleg.
Heimasíða: http://www.karuna.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024