Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa
Laugardagur 20. apríl 2013 kl. 12:13

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa

Í nýja kerfinu verður meira jafnvægi. Þeir sem nota mikið af lyfjum greiða minna en áður.

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa tekur gildi í vor, þann  4. maí 2013. Í núgildandi kerfi getur kostnaður þeirra sem þurfa á mörgum lyfjum að halda orðið mjög hár vegna þess að það er ekkert þak.

Í nýja kerfinu verður meira jafnvægi. Þeir sem nota mikið af lyfjum greiða minna en áður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kerfið byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku, þar sem hver og einn greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður eykst innan tólf mánaða tímabils.

Greiðslutímabilið hefst við fyrstu lyfjakaup.  

Öll lyf sem Sjúkratryggingar Íslands  taka þátt í að greiða verða felld inn í þessi greiðsluþrep.

Þrepin eru þrjú.  Í fyrsta þrepi greiðir einstaklingur lyfið að fullu, í öðru þrepi greiðir hann 15% og í þriðja þrepi 7,5%.  Þegar lyfjakostnaður hefur náð ákveðnu hámarki getur læknir sótt um að SÍ greiði lyf að fullu það sem eftir er af tímabilinu, fríkort.

Stuðlað að jafnræði á milli einstaklinga

Aldraðir, 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar og börn og ungmenni yngri en 22 ára greiða minna en aðrir.

Öll börn yngri en 18 ára í sömu fjölskyldu greiða sem eitt.

Sýklalyf fyrir börn fá greiðsluþátttöku, sem ekki er í núgildandi kerfi.

Byggt er á reynslu nágrannaþjóðanna. Danir og Svíar eru með sambærilegt kerfi.

Reglur um hjálpartæki verða óbreyttar, eins og sykursýkisstrimlar, nálar og fleira, svo og stómavörur.

Í Velferðarráðuneyti er verið að vinna að úrræðum fyrir þá sem eru í erfiðleikum með það að greiða lyfin í fyrsta þrepi.

Apótekin eru hluti af heilbrigðisþjónustunni. Þú getur gengið  beint inn af götunni og fengið viðtal við lyfjafræðing, þarft ekki að panta tíma. Við viljum leggja okkar af mörkum til að auka vellíðan einstaklinga og leggjum áherslu á að sú þjónusta sem að við  bjóðum upp á sé fagleg og traust. Ykkur er velkomið að koma og spyrjast fyrir um nýja greiðslufyrirkomulag lyfja. Lyfin eru ekki að hækka, aðeins er verið að breyta greiðslufyrirkomulagi sjúkratrygginga. Fyrsta þrepið verður erfiðast, síðan verður greiðslubyrði minni.

Sigríður Pálína Arnardóttir
Lyfsali Lyfju Reykjanesbæ