Nýtt gólf í A-sal
Kristján Gunnarsson (S) lagði fram fyrirspurn til Ellerts Eiríkssonar (D) bæjarstjóra, á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sl. þriðjudag, varðandi gólfefni á íþróttahúsinu við Sunnubraut. Ellert sagði málið vera í skoðun.
Á gólfinu í A-sal er dúkur sem lagður er ofaná steinsteypu. Undirlagið er því mjög hart og fer illa með fætur íþróttafólks, sérstaklega körfuboltamanna sem þurfa mikið að hoppa og stökkva. Að sögn Ellerts er verið að skoða hvernig hægt sé að breyta gólfinu í parketgólf, en það er mýkra undir fæti og er talið draga úr álagi á fætur og þar með slysahættu. Breytingunum fylgja ýmsir tæknilegir örðugleikar, en Ellert sagðist vera vongóður um að lausn væri í sjónmáli.
Á gólfinu í A-sal er dúkur sem lagður er ofaná steinsteypu. Undirlagið er því mjög hart og fer illa með fætur íþróttafólks, sérstaklega körfuboltamanna sem þurfa mikið að hoppa og stökkva. Að sögn Ellerts er verið að skoða hvernig hægt sé að breyta gólfinu í parketgólf, en það er mýkra undir fæti og er talið draga úr álagi á fætur og þar með slysahættu. Breytingunum fylgja ýmsir tæknilegir örðugleikar, en Ellert sagðist vera vongóður um að lausn væri í sjónmáli.