Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Nýtt framboð í Grindavík gerir heiðursmannasamkomulag
Laugardagur 27. febrúar 2010 kl. 12:18

Nýtt framboð í Grindavík gerir heiðursmannasamkomulag


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýtt framboð Lista Grindvíkinga var formlega stofnað á dögunum og mætti fjöldi fólks til fundarins. Að fundinum stóð breiður hópur fólks hefur áhuga á að gera Grindavík að betri bæ fyrir bæjarbúa á komandi árum og viðhafa heiðarleg og opinská vinnubrögð. Grindavík á bjarta framtíð með aðkomu fólks sem hefur hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.

Fyrsta skrefið í átt að slíkum vinnubrögðum var samþykkt eftirfarandi heiðursmannasamkomulags: *Fari svo að frambjóðendur verði bæjarfulltrúar skulu þeir að sitja í nafni
listans. Hafi þeir á einhverjum tímapunkti kjörtímabilsins í hyggju að yfirgefa Lista Grindvíkinga og ganga til liðs við annan flokk skulu þeir
afsala sér setu sem bæjarfulltrúar og hleypa næsta manni af Lista Grindvíkinga inn.*

Fundargestir tóku samkomulaginu vel og var það samþykkt með með dynjandi lófaklappi.

Málefnavinna listans var sérstaklega kynnt á fundinum og skráði fólk sig í þann málefnaflokk sem það kaus að hafa áhrif á. Málefnastarf Lista
Grindvíkinga er að fara af stað og geta allir áhugasamir Grindvíkingar komið að starfinu.

Framundan er aðalfundur félagsins þar sem stefnt er að því að kynna þá frambjóðendur sem koma til með að skipa Lista Grindvíkinga.

Fimm manna bráðabirgðastjórn var skipuð fram að aðalfundinum:


Formaður: Dagbjartur Willardsson

Varaformaður: Gunnþór Sigurgeirsson

Ritari: Kristín María Birgisdóttir

Gjaldkeri: Erla Ósk Pétursdóttir

Meðstjórnandi: Lovísa Hilmarsdóttir


Þeir sem hafa áhuga á að koma að málefnastarfinu eða framboðinu geta haft samband í gegnum netfangið [email protected]