Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Nýr hljómdiskur Hinna Guðdómlegu Neanderdalsmanna kominn út
Miðvikudagur 27. júní 2012 kl. 09:10

Nýr hljómdiskur Hinna Guðdómlegu Neanderdalsmanna kominn út



Hinir Guðdómlegu Neanderdalsmenn hafa gefið út hljómdiskinn Fagnaðarerindið og er því tuttugu ára óþreyjufullri bið mannkyns á enda. Á disknum er að finna tíu lög sem hljómsveitin hefur nostrað við síðan í árdaga og nú loks, hugsanlega vegna afstöðu himintunglanna ellegar vegna áforma alföðursins, er tíminn réttur. Upptökur hljómdisksins fóru fram í hjarta Keflavíkur (Studíó Lubba) í ágústmánuði árið 2010 undir styrkri stjórn hljóðmannsins Inga Þórs Ingibergssonar. Hljómsveitina Hina Guðdómlegu Neanderdalsmanna skipa: Ingibergur Kristinsson trommur. Sverrir Ásmundsson bassi. Magnús Sigurðsson gítar. Sigurður Eyberg Jóhannesson söngur, munnharpa og saxafónn. Þröstur Jóhannesson söngur og gítar.

Hljómdiskurinn mun verða til sölu í öllum helstu hljómplötuverslunum landsins og einnig mun hann vera fáanlegur í rafrænu formi á Tónlist.is og gogoyoko.com
Þess má geta í framhjáhlaupi að þegar eru farnar að birtast á ýmsum stöðum umsagnir um Fagnaðarerindið og fá hér nokkrar að fljóta með:

I love it!!! It is full of fresh energy and fun. Quite an accomplishment for such a longstanding unit…I love everything about it.
-- John Hayworth

Det lyder super fedt. Jeg tror jeg har fundet den klang.
-- Peter Fenger (Disco Papa)

Das ist sehr gut.
-- Tappert

Gev okkum í dag okkara dagliga breyð. Tey koma beint í mit hjerte.
-- Pétur Færeyingur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024