Nýjung í íslenskri pólitík
Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í kvöld stjórnaði Jóhann Geirdal, fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar fundi sem forseti bæjarstjórnarinnar. Í bæjarstjórninni sitja 11 einstaklingar, 6 frá Sjálfstæðisflokki, 4 frá Samfylkingu og 1 frá Framsóknarflokknum. Í upphafi fundar sagði Jóhann að þetta væri nýlunda í íslenskum stjórnmálum, allavega í bæjarstjórn Reykjanesbæjar að forseti bæjarstjórnar komi frá minnihlutanum. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði í samtali við Víkurfréttir að þetta væri til marks um það hve gott samstarf væri í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Jóhann Geirdal stýrði fundinum af mikilli prýði.