Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Nýju fötin bæjarstjóraefnisins
Föstudagur 26. maí 2006 kl. 16:13

Nýju fötin bæjarstjóraefnisins

Reynir Valbergsson birti loks forsendur útreikninga sinna um að bærinn gæti sparað sér 180 milljónir með tilfærslu eigna. Á síðasta degi fyrir kosningar sakar hann bæjarstjóra um ósannsögli um leið og hann afhúpar mistök sín.

Í fyrsta lagi segist hann ætla að taka sex mynta erlent lán á sambærilegum kjörum og Reykjanesbær hefur fengið undanfarin ár. Reynir veit hugsanlega ekki að vextir hafa hækkað að undanförnu og lánakjör íslenskra aðila erlendis hafa versnað.

Í öðru lagi birtir hann ekki útreikningana, enda eru þeir augljóslega rangir. Allt sem Reynir skrifar er augljóst og eðlilegt, en vandasama verkefnið er hvernig er úr því unnið. Hvaða vaxtaprósentu notar Reynir, hvert er sérfræðiálit hans á viðhaldsprósentunni?

Í lokin opinberar Reynir svo endanlega að annaðhvort er hann algjörlega úti á þekju í málinu eða hefur skrifað greinina í örvæntingu og mikilli geðshræringu þegar hann segir að bærinn verði eignalaus eftir 30 ár. Þetta hlýtur að skýra út betur en flest annað hvers vegna ekki var ráðinn nýr starfsmaður þegar Reynir hætti sem fjármálastjóri Reykjanesbæjar og hvers vegna A-listinn skipti honum út í umræðuþáttum í miðri kosningabaráttu.

Látum ekki blekkjast af ómerkilegum brögðum daginn fyrir kosningar.

Brynjólfur Ægir Sævarsson
lánasérfræðingur og stjórnarmaður í SUS fyrir Suðurkjördæmi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024