Nýjar leiðir í heilbrigðismálum
Heilbrigðiskerfið á Íslandi glímir við stöðugan fjárhagsvanda. Þannig hefur það verið um langa hríð og hlýtur að vera lýjandi að vinna undir slíkum kringum stæðum. Erum við að nýta það fjármagn sem skammtað er af skynsemi? Ekki í öllum tilfellum er svar mitt.
Það tekur alltaf tíma að breyta frá ríkjandi gildum. Það mætti spara mikla peninga með meiri forvörnum, fleiri úrræðum og nýta það sem náttúran hefur gefið okkur.
Lyf geta verið nauðsynleg og bjargað mannslífum, en þau eru dýr og hafa í mörgum tilfellum aukaverkanir. Álagið á líkamann að losa sig við afleiðingar lyfjagjafar, getur haft í för með sér að kerfi líkamans geta illa sinnt hreinsunarhlutverki sínu. Vissulega er mörg lyf sem virka fljótt og vel og einstaklingurinn er annað hvort kominn til vinnu eftir nokkra daga eða tekur aldrei frí frá vinnu a.m.k. ekki í fyrstu lotu. En hvað með næstu veikindi og næstu og þar fram eftir götunum?
Ég tel að fólk eigi að hafa val þegar það veikist eða finnur fyrir krankleika, val um að taka lyf ef það vill, val um að breyta lífsstíl þannig að lyfja sé ekki lengur þörf, val um meðferðir t.d. meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara, höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun, hnykklækningar, nálastungur, sundleikfimi, jóga, zumba eða bara það sem hentar til þess að koma einstaklingi til heilsu á ný. Mitt í öllu þessu ferli skiptir mataræði öllu máli. Þar þarf að koma til meiri fræðsla og einstaklingsmiðaðri. Lífrænt ræktuð matvæli, ofurfæði og ýmis bætiefni eru mun dýrari en önnur matvæli. Mér alltaf jafnaðarstefnan hugleikin og því sárt til þess að vita að þeir sem minna hafa á milli handanna þurfa að fara eftir þeim viðteknu venjum sem ríkja og hafa jafnvel ekki efni á að prófa aðrar leiðir.
Hefbundnar lækningar og óhefðbundar eiga samleið, þær geta illa án hvor annarrar verið. Komum út úr kassanum og prófum nýjar leiðir. Ég er sannfærð að með því sé hægt að spara mikið fjármagn sem nýta mætti til þess að búa betur að sjúkrastofnunum, strafsfólki og síðast en ekki síst skjólstæðingum heilbriðgðiskerfisins
Guðrún Erlingsdóttir
Höfundur er heilsumeistaranemi
og sækist eftir 2. - 3. sæti í flokksvali
Samfylkingarinnar 16. - 17. nóvember