Ný sorpeyðingastöð í Helguvík: Treystum umhverfismatinu
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að úthluta Sorpeyðingastöð Suðurnesja lóð í Helguvík fyrir nýja sorpeyðingastöð.
Í lóðaumsókninni kom fram að ýtrustu kröfum um mengunarvarnir yrði fullnægt. Bæjarfulltrúar samþykktu allir tillöguna en Jóhann Geirdal (S) var á móti henni.
Hann gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagðist ekki telja þessa staðsetningu heppilega fyrir sorpeyðingastöð.
Ellert Eiríksson (D) sagði þá að búið væri að reyna að semja við Varnarliðið um að endurbyggja stöðina innan þeirra svæðis, en án árangurs. Hann sagði að nauðsynlegt væri að byggja nýja sorpeyðingastöð þar sem núverandi stöð væri orðin úrelt og öllum til skammar en nýjar stöðvar væru búnar fullkomnum mengunarvarnarbúnaði.
„Síðan gamla stöðin var byggð hefur allt ferlið í kringum slíka umsókn breyst gífurlega. Stöðin þarf t.d. að fara í umhverfismat, en að því loknu er samt sem áður langt og mikið ferli eftir. Við sem sveitarstjórn verðum að ákveða hvar við ætlum að eyða sorpi í framtíðinni og að sjálfsögðu munum við taka tillit til umhverfisreglna Evrópusambandsins um eyðingu á sorpi og spilliefnum en um það gilda ströng lög og reglugerðir“, sagði Ellert.
Ólafur Thordersen (S) tók einnig til máls og sagðist fagna því að lausn hefði fengist á málinu. „Mér finnst 9 þúsund tonna stöð þó of lítil, en núverandi stöð tekur 12 þús. tonn á ári“, sagði Ólafur.
Kristján Gunnarsson (S) sagðist ætla að leyfa sér að samþykkja tillöguna. „Ég treysti því að umhverfismat og aðrar varnir komi í veg fyrir „stórslys“, sagði Kristján.
Í lóðaumsókninni kom fram að ýtrustu kröfum um mengunarvarnir yrði fullnægt. Bæjarfulltrúar samþykktu allir tillöguna en Jóhann Geirdal (S) var á móti henni.
Hann gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagðist ekki telja þessa staðsetningu heppilega fyrir sorpeyðingastöð.
Ellert Eiríksson (D) sagði þá að búið væri að reyna að semja við Varnarliðið um að endurbyggja stöðina innan þeirra svæðis, en án árangurs. Hann sagði að nauðsynlegt væri að byggja nýja sorpeyðingastöð þar sem núverandi stöð væri orðin úrelt og öllum til skammar en nýjar stöðvar væru búnar fullkomnum mengunarvarnarbúnaði.
„Síðan gamla stöðin var byggð hefur allt ferlið í kringum slíka umsókn breyst gífurlega. Stöðin þarf t.d. að fara í umhverfismat, en að því loknu er samt sem áður langt og mikið ferli eftir. Við sem sveitarstjórn verðum að ákveða hvar við ætlum að eyða sorpi í framtíðinni og að sjálfsögðu munum við taka tillit til umhverfisreglna Evrópusambandsins um eyðingu á sorpi og spilliefnum en um það gilda ströng lög og reglugerðir“, sagði Ellert.
Ólafur Thordersen (S) tók einnig til máls og sagðist fagna því að lausn hefði fengist á málinu. „Mér finnst 9 þúsund tonna stöð þó of lítil, en núverandi stöð tekur 12 þús. tonn á ári“, sagði Ólafur.
Kristján Gunnarsson (S) sagðist ætla að leyfa sér að samþykkja tillöguna. „Ég treysti því að umhverfismat og aðrar varnir komi í veg fyrir „stórslys“, sagði Kristján.