Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ný rödd sem vert er að hlusta á
Miðvikudagur 25. febrúar 2009 kl. 08:19

Ný rödd sem vert er að hlusta á



Fyrir okkur íbúa á Suðurnesjum er gaman að sjá hve margir vel hæfir einstaklingar hafa valið að bjóða sig fram til prófkjörs Samfylkingarmanna í kjördæmi okkar Suðurkjördæmi. Þar skal á engan hallað, þó ég hafi hér valið að draga fram það framboð sem mér þykir einna vænst um að sjá, og það er framboð Oddnýjar Harðardóttur í annað sæti.

Ferill Oddnýjar í stjórnmálum er ekki langur, en nógu langur þó til þess að hafa skapað henni þann sess hér á Suðurnesjum, að komi hún þar að úrlausn mála er hverjum manni ljóst  vel verður til vandað að úrlausn þess máls, og niðurstöður í samræmi við það. Hún hefur á skömmum tíma náð að skapa sér traust og virðingu þeirra er hér á suðurnesjum búa. Og það vert á alla flokka.
 
Oddný hefur á skömmum tíma sem bæjarstjóri í Garði sýnt að þar fer framkvæmdamanneskja, en jafnframt sýnt að varfærni í fjármálum bæjarfélagsins, enda Garður í dag það sveitarfélag á Suðunesjum sem hvað best er í stakk búið til að takast á við þá kreppu sem nú hefur skollið á. Þar hefur verið fylgt hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður og ekki verið eytt umfram það sem aflað hefur verið, og ekki verið hreyft við sparifé þeirra Garðmanna.
 
Ferill Oddnýjar fyrst sem kennara í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ og Laugarlandsskóla í Holtum , og síðar sem kennara og að lokum aðstoðarskólameistara  Fjölbrautarsskóla Suðurnesja hafa veitt henni bæði innsýn og reynslu hvað varðar nauðsyn góðrar menntunar og aðstöðu á svæðinu, eins og nú má sjá við uppbyggingu Gerðaskóla þar sem farið er framkvæmdir og hönnun miða að að tryggja íbúm í Garði fyrsta flokks skóla með öllum þeim gæðum sem slíku fylgja.

Fyrir okkur íbúa á Suðurnesjum er nauðsynlegt að eiga þingmann sem við getum treyst og hafi þekkingu á aðstæðum svæðisns. Þingmann sem við vitum að að mun taka á þeim málum sem að okkur snúa af áræðni og skynsemi og hagur almennings hafður að leiðarljósi. Þá þekkingu hefur Oddný aflað sér m a með starfi sínu sem formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum .  Í framboði Oddnýjar Harðardóttur felast öll þau gildi sem eftir er kallað,  og ný rödd sem vert er að hlusta á. Ég skora því á íbúa Suðurnesja að standa saman og og tryggja Oddnýju Harðardóttur brautargengi í prófkjöri því sem fram mun fara hinn 7. mars, og skrá sig til þáttöku svo fjótt sem verða má.

Sólveig Þórðardóttir Ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024