Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ný náttúruverndarsamök stofnuð á Reykjanesskaga
Miðvikudagur 12. október 2011 kl. 13:51

Ný náttúruverndarsamök stofnuð á Reykjanesskaga


Undanfarið hefur hópur áhugafólks um náttúruvernd undirbúið stofnun náttúruverndarsamtaka á Reykjanesskaga. Stofnfundur samtakanna verður haldinn þann 18. október næstkomandi og er markmiðið að sameina náttúruverndarfólk á Suðvesturlandi í eina öfluga breiðfylkingu sem muni láta til sín taka í umhverfis- og náttúruverndarmálum í landnámi Ingólfs.

Samkvæmt drögum að stefnuskrá eru helstu markið samtakanna þau að félagið verði öflugur málsvari umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða á Suðvesturlandi. Þar segir einnig að félagið mun beita sér fyrir endurreisn spilltrar náttúru, náttúrugæða og umhverfis með þeim hætti er hæfir sem best náttúrulegum aðstæðum á Suðvesturlandi. Félagið muni stuðla að sjálfbærri umgengni um Suðvesturland, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.
Markmiðum sínum hyggjast samtökin m.a. með virkri þátttöku í umræðum um stefnumótun í umhverfismálum á Suðvesturlandi og með samstarfi við stjórnvöld um þau mál. Auk þess að veita stjórnvöldum og framkvæmdaraðilum gagnrýnið aðhald.

Félagið mun einnig taka þátt í formlegum umsögnum og aðgerðum er tengjast mati á umhverfisáhrifum og ákvörðunum um landnýtingu, og með umsögnum um skipulagsmál sveitarfélaga og þingmál. Svo sem að vinna að bættri lagasetningu í þágu umhverfis- og náttúruverndar.

Þá hyggst félagið standa fyrir fræðslustarfi af ýmsu tagi ásamt upplýsingastreymi til almennings og efla vitund hans um umhverfismál og náttúruvernd.

Stofnfundurin verður haldinn þann 18. október í Gaflaraleikhúsinu (áður Hafnarfjarðarleikhúsinu) í Víkingastræti í Hafnarfirði hefst hann kl. 20:00. Á dagskrá fundarins er að samþykkja lög og stefnuskrá auk stjórnarkjörs. Auk þess verða flutt nokkur fróðleg erindi um Reykjanesskagann og náttúru hans. Náttúruverndarfólk á suðvesturhorni landsins er hvatt til að mæta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024