Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 13. janúar 2004 kl. 14:12

Ný námskrá MSS

Námskrá Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum kemur út í vikunni og er borin út í öll hús á Suðurnesjum. Boðið er upp á yfir 60 námskeið á vorönninni. Fjölmörg ný og spennandi námskeið eru í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal námskeiða eru námskeiðin Hvað ertu tónlist með Jónasi Ingimundarsyni, Listin að vera dama með Helgu Braga, Grindavíkurstríðið með Jóni Böðvarssyni, Hagyrðinganámskeið og margt fleira. Einnig er í boði nám s.s. staðbundið leiðsögunám, stuðningsfulltrúanám, nám fyrir skólaliða og vélagæslunámskeið. Suðurnesjabúar eru hvattir til að kynna sér námstilboð miðstöðvarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024