Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ný lög um atvinnuleysistryggingar og fleira
Þriðjudagur 5. september 2006 kl. 11:10

Ný lög um atvinnuleysistryggingar og fleira

Ágætu Suðurnesjamenn. Þann 1. júlí síðastliðinn tóku gildi ný lög um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir.

Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Bótatímabil styttist úr 5 árum í 3 ár.


Atvinnuleysisbætur verða greiddar út einu sinni í mánuði í stað hálfsmánaðarlega áður. Reglubundinni skráningu verður hætt en í staðinn koma regluleg samskipti við starfsfólk vinnumiðlunar.
Tekjutenging atvinnuleysisbóta er nýlunda en fyrstu 10 daga frá skráningu atvinnuleysis er viðkomandi á grunnatvinnuleysisbótum. Eftir þann tíma taka við tekjutengdar atvinnuleysisbætur í 3 mánuði sem eru reiknaðar 70% af heildarlaunum á ákveðnu viðmiðunartímabili, þó aldrei hærri en 185.400 kr. á mánuði.


Auknar kröfur eru gerðar til virkrar atvinnuleitar. Barnagæsla verður að vera fyrir hendi og nám er ekki metið til bóta nema viðkomandi hafi lokið því að fullu.

Skrifstofa Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja að Hafnargötu 55 er opin alla virka daga frá kl. 8:30 á morgnana til kl. 15:30 á daginn. Síminn er 421-8400 og netfangið er [email protected]
Þrátt fyrir mikla grósku í atvinnulífinu er sá tími að renna upp sem sumarafleysingum lýkur og margir eru hálf vegavilltir í atvinnuleit og fl. Ráðgjafar okkar eru til þjónustu reiðubúnir í hvers konar ráðgjöf sem lýtur að námi og starfi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024