Ný hugsun í málefnum aldraðra
Ungir Framsóknarmenn í Reykjanesbæ ætla sér stóran hlut í komandi kosningum. Við ætlum að leggja okkar að mörkum til að bæta okkar ágæta samfélag. Ég vil í því sambandi minnast á málaflokk sem við ungir viljum vinna að.
Mikið hefur verið rætt um stöðu eldri borgara, sérstaklega með tilliti til þeirra sem þurfa á aðstoð samfélagsins að halda. Í dag eru hin hefðbundnu úrræði annars vegar félagsþjónusta sveitarfélaganna svo sem heimilisaðstoð, dagvistun og stuðningur við félagsstarf og hins vegar heimahjúkrun rekstur dvalarheimila og hjúkrunarheimila fyrir þá sem að mesta ummönnun þurfa. Mér sýnist mjög óskýr skipting kostnaðar við þennan rekstur vera mikið vandamál. Stjórnunarlega eru þessi málefni bæði hjá sveitarfélögunum og ríkinu. Þessu vil ég breyta. Mín hugmynd er sú að Reykjanesbær geri á næsta kjörtímabili samning við ríkið og lífeyrissjóði um tilraunarverkefni á þessu sviði. Ég sé fyrir mér að í einni stofnun verði öll málefni aldraðra. Mínar hugmyndir ganga út á það að stórauka aðstoð við þá eldri borgara sem vilja dvelja heima. Byggð verði í samvinnu við lífeyrissjóði, sem láni á lágum vöxtum fé, hjúkrunarheimili og hentugar íbúðir fyrir aldraða. Heimilisþjónustan og heimahjúkrun verði sameinuð og kerfið virki þannig að allan sólarhringinn verði nægilegt vinnuafl til staðar svo að eldri borgarar fái þá þjónustu sem þeir þurfa. Til þess að þessi tillaga mín sé raunhæf geri ég mér grein fyrir því að verulega þarf að bæta launakjör þeirra sem að vinna nú í þessum geira. Auka þarf með námskeiðahaldi og endurmenntun áhuga fólks fyrir þessum störfum. Án efa þarf að fara í töluverða vinnu við að útfæra þessa hugmynd. Ég mun með blaðagreinum á næstu vikum útfæra þessar hugmyndir mínar nánar. Þessa vinnu vil ég að við Framsóknarmenn hér í Reykjanesbæ förum í.
Það kann að vekja furðu hjá þér lesandi góður að við ungir Framsóknarmenn skulum meðal annars hugleiða þessi mál. Því er til að svara að ungir Framsóknarmenn telja eitt af brýnustu verkefnum hvers samfélags að búa vel að öldruðum.
Í væntalegum kosningum munum við Framsóknarmenn í Reykjanesbæ bjóða fram sameiginlegan lista með Samfylkingu og óháðum. Vonandi tekst okkur með því móti að ná meirihluta í bænum. Um leið og ég óska ykkur öllum velfarnaðar á nýbyrjuðu ári minni ég mig og aðra Framsóknarmenn og konur að hafa hugfast að þrátt fyrir sameiginlegt framboð þá er það “framsóknarstefnan” sem ein sameinar okkur Framsóknarmenn. Gleymum því ekki.
Brynja Lind Sævarsdóttir
Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjanesbæ.
Mikið hefur verið rætt um stöðu eldri borgara, sérstaklega með tilliti til þeirra sem þurfa á aðstoð samfélagsins að halda. Í dag eru hin hefðbundnu úrræði annars vegar félagsþjónusta sveitarfélaganna svo sem heimilisaðstoð, dagvistun og stuðningur við félagsstarf og hins vegar heimahjúkrun rekstur dvalarheimila og hjúkrunarheimila fyrir þá sem að mesta ummönnun þurfa. Mér sýnist mjög óskýr skipting kostnaðar við þennan rekstur vera mikið vandamál. Stjórnunarlega eru þessi málefni bæði hjá sveitarfélögunum og ríkinu. Þessu vil ég breyta. Mín hugmynd er sú að Reykjanesbær geri á næsta kjörtímabili samning við ríkið og lífeyrissjóði um tilraunarverkefni á þessu sviði. Ég sé fyrir mér að í einni stofnun verði öll málefni aldraðra. Mínar hugmyndir ganga út á það að stórauka aðstoð við þá eldri borgara sem vilja dvelja heima. Byggð verði í samvinnu við lífeyrissjóði, sem láni á lágum vöxtum fé, hjúkrunarheimili og hentugar íbúðir fyrir aldraða. Heimilisþjónustan og heimahjúkrun verði sameinuð og kerfið virki þannig að allan sólarhringinn verði nægilegt vinnuafl til staðar svo að eldri borgarar fái þá þjónustu sem þeir þurfa. Til þess að þessi tillaga mín sé raunhæf geri ég mér grein fyrir því að verulega þarf að bæta launakjör þeirra sem að vinna nú í þessum geira. Auka þarf með námskeiðahaldi og endurmenntun áhuga fólks fyrir þessum störfum. Án efa þarf að fara í töluverða vinnu við að útfæra þessa hugmynd. Ég mun með blaðagreinum á næstu vikum útfæra þessar hugmyndir mínar nánar. Þessa vinnu vil ég að við Framsóknarmenn hér í Reykjanesbæ förum í.
Það kann að vekja furðu hjá þér lesandi góður að við ungir Framsóknarmenn skulum meðal annars hugleiða þessi mál. Því er til að svara að ungir Framsóknarmenn telja eitt af brýnustu verkefnum hvers samfélags að búa vel að öldruðum.
Í væntalegum kosningum munum við Framsóknarmenn í Reykjanesbæ bjóða fram sameiginlegan lista með Samfylkingu og óháðum. Vonandi tekst okkur með því móti að ná meirihluta í bænum. Um leið og ég óska ykkur öllum velfarnaðar á nýbyrjuðu ári minni ég mig og aðra Framsóknarmenn og konur að hafa hugfast að þrátt fyrir sameiginlegt framboð þá er það “framsóknarstefnan” sem ein sameinar okkur Framsóknarmenn. Gleymum því ekki.
Brynja Lind Sævarsdóttir
Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjanesbæ.