Ný heimasíða Gerðahrepps opnar
Í dag föstudaginn 14.mars opnar ný heimasíða Gerðahrepps. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á heimasíðu Gerðahrepps. Við höfum notið aðstoðar Braga Einarssonar og Dacoda. Við gerum okkur grein fyrir að enn vantar ýmislegt uppá til að síðan verði virkilega góð. Áfram verður unnið að því að koma upplýsingum á síðuna. Ætlunin er einnig að hafa reglulega smá fréttapistla á síðunni,þannig að lesendur geti fylgst með því helsta sem er að gerast í Garðinum.Ég vil einnig hvetja ykkur til að senda okkur póst um það sem þið teljið að betur mætti fara á síðunni og benda okkur á hvaða upplýsingar til viðbótar gætu verið á heimasíðu Gerðahrepps.Fundargerðir hreppsnefndar og hugsanlega fundargerðir fleiri nefnda verða sett á síðuna strax eftir fundi.Vonandi verður þessi síða til að gefa lesendum góða mynd af okkar ágæta sveitarfélagi Garðinum.
Með kveðju Sig.Jónsson,sveitarstjóri
Vefur Gerðahrepps
Með kveðju Sig.Jónsson,sveitarstjóri
Vefur Gerðahrepps