Nú vil ég fá sædýrasafn, og engar refjar!
Ég vil sjá almennilegt sædýrasafn rísa hér á Íslandi og það á að vera á Reykjanesskaganum. Nánar tiltekið í Sandgerði. Ég er orðinn þreyttur á því að ekkert gerist í þessum málum. Ég hef komið í svona söfn víða erlendis og veit að hér eru miklir möguleikar á að búa til safn sem yrði bæði fjölskyldufólki, ferðamönnum og vísindasamfélaginu til fræðslu, ánægju og yndisauka. Kannski ekki síst fyrir æsku landsins, sem á skilið að fá kynni af lifandi íslenskum sjávarfiskum, ísbjörnum, selum, jafnvel mörgæsum og fleiri furðuskepnum sem maður mætir ekki á götu hvar sem er.
Heillandi ferðamannaperla
Þannig er nú mál með vexti að á síðustu dögum þinghalds í vor, þá samþykkti Alþingi að láta ríkisstjórnina kanna kosti og hagkvæmni þess að byggt yrði veglegt sædýrasafn hér á landi. Mikið fagnaðarefni. Svona söfn eru mjög vinsæl víða erlendis og hafa mikið aðdráttarafl. Það er með ólíkindum að við skulum ekki hafa hafið byggingu svona safns fyrir löngu. Lífríkið í hafinu umhverfis Ísland er mjög fjölbreytt. Við erum eyja á mörkum tveggja heimsálfa. Hér mætir Norður Íshafið hlýsjó sunnan úr Atlantshafi.
Ég veit ekki til þess að ríkisstjórnin hafi enn hafist handa við verkefnið sem henni var falið af Alþingi. Ég er þó sannfærður um að svona sædýrasafn ætti að geta orðið jafn heillandi og Bláa lónið sem er jú á Reykjanesskaganum. Sandgerði yrði góður staður fyrir sædýrasafn.
Þar er fræðasetur þar sem þegar eru stundaðar merkar rannsóknir á sjávarlífverum sem lifa umhverfis Ísland. Sandgerði er falleg fiskihöfn, þar eru fiskvinnlufyrirtæki og fiskmarkaður. Þetta mætti allt tengja saman og gera þetta vinalega sjávarþorp að frábærum og einum allsherjar sýningarglugga fyrir hið ríka lífríki í hafinu umhverfis Ísland, íslenskan sjávarútveg og menningu tengda honum.
Sædýrasafnið í Sandgerði yrði lyftistöng fyrir ferðamál á Suðurnesjum, auk þess sem það gæti styrkt svæðið sem miðstöð fyrir rannsóknir í sjávarlíffræði hér á landi.
Stutt frá borginni
Þessi hugmynd hlýtur að teljast svo góð að hún sé skoðuð í fúlustu alvöru og það strax. Alþjóðaflugvöllurinn í Keflavík er alltaf að eflast, og ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar stöðugt. Nú styttist vonandi óðum í að lokið verði við að tvöfalda alla Reykjanesbrautina. Fjölskyldufólki og öðrum ætti þá ekki að verða skotaskuld úr því að skreppa í smá lystireisu um Reykjanesið. Fara í sædýrasafnið í Sangerði og heilsa þar upp á Þórhall ísbjörn og fjölskyldu hans. Skoða skrítna fiska og önnur furðuleg sjávardýr. Hver veit nema við eignuðumst íslenskan Nemó? Svo mætti enda ferðina á því að fara í önnur söfn á svæðinu. Þarna er þegar mikil gróska. Í Grindavík höfum við Saltfisksetrið, í Garðinum er sjóminjasafn, í Reykjanesbæ er merkilegt safn líkana af íslenskum skipum.
Enn og aftur, gleymum ekki Bláa lóninu, því einstæða fyrirbæri sem er þarna rétt hjá. Það væri ekki ónýtt að enda ferðina með baðferð í það.
Velgengni þess ætti að verða fólki og fjárfestum innblástur til frekari dáða. Síðast en ekki síst má minna á að Reykjanesið geymir margar náttúruperlur sem stöðugt eru að verða aðgengilegri með bættum vegum á svæðinu.
Að njóta hafsins
Keiko er farinn, dauður og grafinn í norska fjöruströnd, en arfleifð hans má lífga við á nýjan leik. Ættingjar hans og vinir synda enn hér við land. Bjóða mætti bjóða upp á sjóstangveiði og hvalaskoðun í tengslum við sædýrasafnið út frá höfnum á Reykjanesi. Slíkt er holl og góð upplifun, bæði fyrir íslendinga og útlendinga.
Af hverju ekki að gera upp einn eða fleiri af gömlu hvalbátunum sem liggja í Reykjavík og nota í þetta? Þeir verða trauðla notaðir til hvalveiða, jafnvel þó þær hefjist að nýju. Nú, eða varðskipið Óðinn?
Allt eru þetta skip sem hafa að baki mikla og stolta sögu. Þessi skip eru fljótandi söfn og antík fleytur í dag, en vel hæfar til ánægju og yndisauka í eitthvað svona. Ferðamenn kynnu að meta það að fá að sigla með svona glæsilegum skipum á vit æfintýranna. Það á nefnilega að sigla gömlum skipum. Ekki láta þau rotna við bryggur eða drösla þeim upp á land þar sem þau grotna niður aðstandendum sínum til skammar og þjóðinni til hneisu.
Heimamenn á Suðurnesjum verða að grípa tækifærin áður en það verður of seint. Þeir eiga að bindast höndum saman um þetta verkefni og leita að fjárfestum í glæsilegu sædýrasafni. Sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær.
Ég óska Suðurnesjafólki öllu, bæði nær og fjær, gleðilegs og gæfuríks nýs árs.
Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður.
Heillandi ferðamannaperla
Þannig er nú mál með vexti að á síðustu dögum þinghalds í vor, þá samþykkti Alþingi að láta ríkisstjórnina kanna kosti og hagkvæmni þess að byggt yrði veglegt sædýrasafn hér á landi. Mikið fagnaðarefni. Svona söfn eru mjög vinsæl víða erlendis og hafa mikið aðdráttarafl. Það er með ólíkindum að við skulum ekki hafa hafið byggingu svona safns fyrir löngu. Lífríkið í hafinu umhverfis Ísland er mjög fjölbreytt. Við erum eyja á mörkum tveggja heimsálfa. Hér mætir Norður Íshafið hlýsjó sunnan úr Atlantshafi.
Ég veit ekki til þess að ríkisstjórnin hafi enn hafist handa við verkefnið sem henni var falið af Alþingi. Ég er þó sannfærður um að svona sædýrasafn ætti að geta orðið jafn heillandi og Bláa lónið sem er jú á Reykjanesskaganum. Sandgerði yrði góður staður fyrir sædýrasafn.
Þar er fræðasetur þar sem þegar eru stundaðar merkar rannsóknir á sjávarlífverum sem lifa umhverfis Ísland. Sandgerði er falleg fiskihöfn, þar eru fiskvinnlufyrirtæki og fiskmarkaður. Þetta mætti allt tengja saman og gera þetta vinalega sjávarþorp að frábærum og einum allsherjar sýningarglugga fyrir hið ríka lífríki í hafinu umhverfis Ísland, íslenskan sjávarútveg og menningu tengda honum.
Sædýrasafnið í Sandgerði yrði lyftistöng fyrir ferðamál á Suðurnesjum, auk þess sem það gæti styrkt svæðið sem miðstöð fyrir rannsóknir í sjávarlíffræði hér á landi.
Stutt frá borginni
Þessi hugmynd hlýtur að teljast svo góð að hún sé skoðuð í fúlustu alvöru og það strax. Alþjóðaflugvöllurinn í Keflavík er alltaf að eflast, og ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar stöðugt. Nú styttist vonandi óðum í að lokið verði við að tvöfalda alla Reykjanesbrautina. Fjölskyldufólki og öðrum ætti þá ekki að verða skotaskuld úr því að skreppa í smá lystireisu um Reykjanesið. Fara í sædýrasafnið í Sangerði og heilsa þar upp á Þórhall ísbjörn og fjölskyldu hans. Skoða skrítna fiska og önnur furðuleg sjávardýr. Hver veit nema við eignuðumst íslenskan Nemó? Svo mætti enda ferðina á því að fara í önnur söfn á svæðinu. Þarna er þegar mikil gróska. Í Grindavík höfum við Saltfisksetrið, í Garðinum er sjóminjasafn, í Reykjanesbæ er merkilegt safn líkana af íslenskum skipum.
Enn og aftur, gleymum ekki Bláa lóninu, því einstæða fyrirbæri sem er þarna rétt hjá. Það væri ekki ónýtt að enda ferðina með baðferð í það.
Velgengni þess ætti að verða fólki og fjárfestum innblástur til frekari dáða. Síðast en ekki síst má minna á að Reykjanesið geymir margar náttúruperlur sem stöðugt eru að verða aðgengilegri með bættum vegum á svæðinu.
Að njóta hafsins
Keiko er farinn, dauður og grafinn í norska fjöruströnd, en arfleifð hans má lífga við á nýjan leik. Ættingjar hans og vinir synda enn hér við land. Bjóða mætti bjóða upp á sjóstangveiði og hvalaskoðun í tengslum við sædýrasafnið út frá höfnum á Reykjanesi. Slíkt er holl og góð upplifun, bæði fyrir íslendinga og útlendinga.
Af hverju ekki að gera upp einn eða fleiri af gömlu hvalbátunum sem liggja í Reykjavík og nota í þetta? Þeir verða trauðla notaðir til hvalveiða, jafnvel þó þær hefjist að nýju. Nú, eða varðskipið Óðinn?
Allt eru þetta skip sem hafa að baki mikla og stolta sögu. Þessi skip eru fljótandi söfn og antík fleytur í dag, en vel hæfar til ánægju og yndisauka í eitthvað svona. Ferðamenn kynnu að meta það að fá að sigla með svona glæsilegum skipum á vit æfintýranna. Það á nefnilega að sigla gömlum skipum. Ekki láta þau rotna við bryggur eða drösla þeim upp á land þar sem þau grotna niður aðstandendum sínum til skammar og þjóðinni til hneisu.
Heimamenn á Suðurnesjum verða að grípa tækifærin áður en það verður of seint. Þeir eiga að bindast höndum saman um þetta verkefni og leita að fjárfestum í glæsilegu sædýrasafni. Sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær.
Ég óska Suðurnesjafólki öllu, bæði nær og fjær, gleðilegs og gæfuríks nýs árs.
Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður.