Nú er tækifærið
Kosningabaráttan fyrir komandi kosningar stendur nú sem hæst og fyrir liggur hvað stjórnmálaflokkarnir leggja áherslu á fyrir kosningarnar 10. maí. Kjósendur standa nú frammi fyrir skýrara vali en oft áður þar sem reginmunur er á stefnu annarsvegar Samfylkingarinnar og hinsvegar stjórnarflokkanna sem verið hafa við völd undanfarin 8 ár.Viljum við festa í sessi þá stefnu sem stjórnarflokkarnir hafa sýnt okkur í verki að þeir vilja fylgja. Trúum við fögrum loforðum þeirra, um að nú telji þeir komið að hinum almenna launamanni, að njóta í einhverju þess góðæris sem ríkt hefur eða viljum við raunverulegar breytingar á forgangsröðun í þjóðfélaginu?
Ég verð að segja að þegar ég fer yfir verk þeirra flokka sem stjórnað hafa landinu síðustu tvö kjörtímabil, þá finnst mér blasa við sú staðreynd að svigrúmið sem orðið hefur til í ríkisfjármálum hafi að mestu verið notað til að hygla þeim sem betur mega sín á kostnað þeirra sem minna hafa. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað á auði og valdi og hagsmunir stórfyrirtækja settir ofar hagsmunum hins almenna borgara.
Hér á Suðurnesjum höfum við mörg dæmi um hvernig til hefur tekist undir forystu þeirra sem með landsstjórnina hafa farið undanfarin ár. Við búum við aukið óöryggi á mörgum sviðum frá því sem var og nægir þar að nefna heilsugæslumálin, atvinnuleysið og minnkun veiðiheimilda á svæðinu. Mikið hefur verið rætt um það í kosningabaráttunni að nauðsynlegt sé að viðhalda stöðugleika sem náðst hafi. Viljum við viðhalda því ástandi sem nú er á Suðurnesjum?
Samfylkingin hefur lagt megináherslu á það í kosningabaráttunni að nú sé komið að fjölskyldufólki á lágum- og millitekjum að njóta í einhverju þess aukna svigrúms sem ríkissjóður hefur til lækkunar á tekjuskatti og einnig að dregið verði úr tekjutengingum ýmissa bóta þannig að fólki sé ekki refsað fyrir það að auka tekjur sínar með óhemju háum jaðarsköttum. Við viljum að opnað verði fyrir nýliðun í sjávarútvegi þannig að Suðurnes geti aftur orðið ein af megin verstöðvum á Íslandi með þeim margföldunaráhrifum sem það hefði á aðrar greinar atvinnulífsins. Við höfnum því að Íbúðalánasjóður og Lánasjóður Íslenskra námsmanna verði færðir inn í bankakerfið og einungis sjónamið um arð verði látin ráða í rekstri þeirra eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til.
Suðurnesin hafa alla möguleika á því að eflast og dafna frá því sem nú er. Við verðum að komast út úr þeirri stöðu sem ríkir í atvinnumálum og krafan hlýtur að vera að svæðið njóti sömu möguleika og stöðu og aðrir hlutar landsbyggðarinnar. Það hefur ekki verið tryggt í tíð núverandi ríkisstjórnar og nægir að nefna þá milljarða sem nú hafa verið sendir norður og austur í aðdraganda kosninga, en ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á undanförnum vikum skrifað undir fjölda samninga á þeim svæðum í tilraun til að ná sér í atkvæði.
Við verðum að tryggja að rödd Suðurnesja verði eins sterk og mögulegt er á Alþingi, því aðeins þannig verður hægt að gæta hagsmuna kjördæmisins í samkeppni við aðra hluta landsins. Notum tækifærið og styðjum Samfylkinguna til góðra verka í komandi ríkisstjórn, einstaklingum og fjölskyldum til heilla.
Með baráttukveðjum,
Jón Gunnarsson
Skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Ég verð að segja að þegar ég fer yfir verk þeirra flokka sem stjórnað hafa landinu síðustu tvö kjörtímabil, þá finnst mér blasa við sú staðreynd að svigrúmið sem orðið hefur til í ríkisfjármálum hafi að mestu verið notað til að hygla þeim sem betur mega sín á kostnað þeirra sem minna hafa. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað á auði og valdi og hagsmunir stórfyrirtækja settir ofar hagsmunum hins almenna borgara.
Hér á Suðurnesjum höfum við mörg dæmi um hvernig til hefur tekist undir forystu þeirra sem með landsstjórnina hafa farið undanfarin ár. Við búum við aukið óöryggi á mörgum sviðum frá því sem var og nægir þar að nefna heilsugæslumálin, atvinnuleysið og minnkun veiðiheimilda á svæðinu. Mikið hefur verið rætt um það í kosningabaráttunni að nauðsynlegt sé að viðhalda stöðugleika sem náðst hafi. Viljum við viðhalda því ástandi sem nú er á Suðurnesjum?
Samfylkingin hefur lagt megináherslu á það í kosningabaráttunni að nú sé komið að fjölskyldufólki á lágum- og millitekjum að njóta í einhverju þess aukna svigrúms sem ríkissjóður hefur til lækkunar á tekjuskatti og einnig að dregið verði úr tekjutengingum ýmissa bóta þannig að fólki sé ekki refsað fyrir það að auka tekjur sínar með óhemju háum jaðarsköttum. Við viljum að opnað verði fyrir nýliðun í sjávarútvegi þannig að Suðurnes geti aftur orðið ein af megin verstöðvum á Íslandi með þeim margföldunaráhrifum sem það hefði á aðrar greinar atvinnulífsins. Við höfnum því að Íbúðalánasjóður og Lánasjóður Íslenskra námsmanna verði færðir inn í bankakerfið og einungis sjónamið um arð verði látin ráða í rekstri þeirra eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til.
Suðurnesin hafa alla möguleika á því að eflast og dafna frá því sem nú er. Við verðum að komast út úr þeirri stöðu sem ríkir í atvinnumálum og krafan hlýtur að vera að svæðið njóti sömu möguleika og stöðu og aðrir hlutar landsbyggðarinnar. Það hefur ekki verið tryggt í tíð núverandi ríkisstjórnar og nægir að nefna þá milljarða sem nú hafa verið sendir norður og austur í aðdraganda kosninga, en ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á undanförnum vikum skrifað undir fjölda samninga á þeim svæðum í tilraun til að ná sér í atkvæði.
Við verðum að tryggja að rödd Suðurnesja verði eins sterk og mögulegt er á Alþingi, því aðeins þannig verður hægt að gæta hagsmuna kjördæmisins í samkeppni við aðra hluta landsins. Notum tækifærið og styðjum Samfylkinguna til góðra verka í komandi ríkisstjórn, einstaklingum og fjölskyldum til heilla.
Með baráttukveðjum,
Jón Gunnarsson
Skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi