Nú er Kallinn pirraður
BEST FYRIR KALLINN að segja sem minnst um málið og manninn sem má ekki nefna á nafn. Kallinn hefur það þannig. Það sem lesendur lesa hér er eins gott að sé aðeins á milli Kallsins og viðkomandi og að enginn annar sé viðstaddur.
KALLINN VAR AÐ heyra það að stjórnarfundur í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi ekki verið haldinn í 4 mánuði – og það á meðan það er læknislaust á Suðurnesjum. Hvað í fj....... er að gerast? Og fyrir nokkrum mánuðum var ný stjórn skipuð – stjórn sem hefur aldrei hist. Hvernig í ósköpunum geta þeir aðilar sem sitja í þessari nýju stjórn setið aðgerðarlausir í nokkra mánuði? Er þessi stjórn á launum? Fá þeir greitt fyrir hvern stjórnarfund eða fyrir hvern mánuð? Kallinn vill fá að vita þessa hluti. Kallinn óskar líka eftir svörum frá þeim aðilum sem sitja í stjórninni um það af hverju stjórnarfundur var ekki boðaður fyrr en að fjórum mánuðum liðnum. Þið skuluð gjöra svo vel að standa fyrir máli ykkar því íbúar Suðurnesja krefja ykkur svara.OG Á MEÐAN stjórnin sat aðgerðarlaus eru læknarnir (þessir tveir) farnir. Nú er víst enginn heilsugæslulæknir að störfum á heilsugæslunni. Hvað ætla Suðurnesjamenn að láta þetta ganga lengi yfir sig? Á endalaust að troða á fólkinu hér með einhverjum fallegum framtíðarsýnum sem frúin úr Reykjavík talar endalaust um? Fær hún annars bílastyrk fyrir að keyra til Reykjavíkur? Þann sama og hinum læknunum var neitað um.
NÚ ER NÓG KOMIÐ og meira en það. Nú eru liðnir rúmir fjórir mánuðir síðan læknarnir fóru og engin heilsugæslulæknir hefur enn verið ráðinn við stofnunina. Hvað ætlar bæjarstjórnin að gera við þessu? Ætla bæjarfulltrúarnir sem við, íbúar Reykjanesbæjar kusum, ekkert að gera eða beita sér í málinu? Það hefur nánast ekkert heyrst frá þeim. Hvar eruð þið bæjarfulltrúar? Eruð þið í jarðsambandi eða í einhverju sambandi við það sem er að gerast í bænum ykkar?
KALLINUM ER svo heitt í hamsi að hann krefur alla aðila, fyrir hönd íbúa Suðurnesja, svara við því hvort þetta eigi að líðast endalaust. Hvað er framkvæmdastýran að gera í málunum, annað en að tala um fallega framtíðarsýn? Hvað er stjórn HSS að gera? Hvað ætlar bæjarstjórinn að gera? Hvað ætla þingmenn kjördæmisins að gera? Hvað ætla hinir nýju frambjóðendur að gera? Hvað ætla sveitarstjórnir á svæðinu að gera? Hvað ætlar Heilbrigðisráðherra að gera? Hvað ætla íbúarnir að gera? Og hvað ætlar Helga Valdimarsdóttir að gera? Allir þessir aðilar eru krafðir svara um þessi máli.
KOSNINGAVORIÐ ER að renna upp og það hlýtur að vera akkur allra þeirra sem koma að stjórnmálum að þessi deila sé leyst. Nú skulu allir þeir aðilar sem beitt geta áhrifum sínum í þessum málum taka höndum saman og gjöra svo vel að leysa þetta mál. Það er krafa íbúanna!
ÞAÐ ER LJÓST AÐ framboðsfundur verður haldinn mánudagskvöldið 7. apríl. Nánast allir frambjóðendur hafa sent Kallinum bréf og tilkynnt þátttöku. Þó vantar frá Vinstri Grænum og Sjálfstæðisflokknum. Nú er bara að finna stað. Hver getur hýst slíkan fund? Kallinn smellir fram hugmynd um að fundurinn verði haldinn á Ránni. Björn Vífill – ertu til?
EINS OG ALLIR vita er Kallinn ópólitískur og af þeim sökum styður Kallinn heilshugar óháð framboð Kristjáns Pálssonar. En bara ein skilaboð til Kristjáns: Sýndu hvað í þér býr og beittu þér í málefnum heilsugæslunnar!
OG EF EINHVER er ósáttur við stuðning Kallsins við Kristján Pálsson, má sá hinn sami henda í Kallinn 300 milljónum – og þá þegir hann!
Kveðja,
[email protected]
KALLINN VAR AÐ heyra það að stjórnarfundur í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi ekki verið haldinn í 4 mánuði – og það á meðan það er læknislaust á Suðurnesjum. Hvað í fj....... er að gerast? Og fyrir nokkrum mánuðum var ný stjórn skipuð – stjórn sem hefur aldrei hist. Hvernig í ósköpunum geta þeir aðilar sem sitja í þessari nýju stjórn setið aðgerðarlausir í nokkra mánuði? Er þessi stjórn á launum? Fá þeir greitt fyrir hvern stjórnarfund eða fyrir hvern mánuð? Kallinn vill fá að vita þessa hluti. Kallinn óskar líka eftir svörum frá þeim aðilum sem sitja í stjórninni um það af hverju stjórnarfundur var ekki boðaður fyrr en að fjórum mánuðum liðnum. Þið skuluð gjöra svo vel að standa fyrir máli ykkar því íbúar Suðurnesja krefja ykkur svara.OG Á MEÐAN stjórnin sat aðgerðarlaus eru læknarnir (þessir tveir) farnir. Nú er víst enginn heilsugæslulæknir að störfum á heilsugæslunni. Hvað ætla Suðurnesjamenn að láta þetta ganga lengi yfir sig? Á endalaust að troða á fólkinu hér með einhverjum fallegum framtíðarsýnum sem frúin úr Reykjavík talar endalaust um? Fær hún annars bílastyrk fyrir að keyra til Reykjavíkur? Þann sama og hinum læknunum var neitað um.
NÚ ER NÓG KOMIÐ og meira en það. Nú eru liðnir rúmir fjórir mánuðir síðan læknarnir fóru og engin heilsugæslulæknir hefur enn verið ráðinn við stofnunina. Hvað ætlar bæjarstjórnin að gera við þessu? Ætla bæjarfulltrúarnir sem við, íbúar Reykjanesbæjar kusum, ekkert að gera eða beita sér í málinu? Það hefur nánast ekkert heyrst frá þeim. Hvar eruð þið bæjarfulltrúar? Eruð þið í jarðsambandi eða í einhverju sambandi við það sem er að gerast í bænum ykkar?
KALLINUM ER svo heitt í hamsi að hann krefur alla aðila, fyrir hönd íbúa Suðurnesja, svara við því hvort þetta eigi að líðast endalaust. Hvað er framkvæmdastýran að gera í málunum, annað en að tala um fallega framtíðarsýn? Hvað er stjórn HSS að gera? Hvað ætlar bæjarstjórinn að gera? Hvað ætla þingmenn kjördæmisins að gera? Hvað ætla hinir nýju frambjóðendur að gera? Hvað ætla sveitarstjórnir á svæðinu að gera? Hvað ætlar Heilbrigðisráðherra að gera? Hvað ætla íbúarnir að gera? Og hvað ætlar Helga Valdimarsdóttir að gera? Allir þessir aðilar eru krafðir svara um þessi máli.
KOSNINGAVORIÐ ER að renna upp og það hlýtur að vera akkur allra þeirra sem koma að stjórnmálum að þessi deila sé leyst. Nú skulu allir þeir aðilar sem beitt geta áhrifum sínum í þessum málum taka höndum saman og gjöra svo vel að leysa þetta mál. Það er krafa íbúanna!
ÞAÐ ER LJÓST AÐ framboðsfundur verður haldinn mánudagskvöldið 7. apríl. Nánast allir frambjóðendur hafa sent Kallinum bréf og tilkynnt þátttöku. Þó vantar frá Vinstri Grænum og Sjálfstæðisflokknum. Nú er bara að finna stað. Hver getur hýst slíkan fund? Kallinn smellir fram hugmynd um að fundurinn verði haldinn á Ránni. Björn Vífill – ertu til?
EINS OG ALLIR vita er Kallinn ópólitískur og af þeim sökum styður Kallinn heilshugar óháð framboð Kristjáns Pálssonar. En bara ein skilaboð til Kristjáns: Sýndu hvað í þér býr og beittu þér í málefnum heilsugæslunnar!
OG EF EINHVER er ósáttur við stuðning Kallsins við Kristján Pálsson, má sá hinn sami henda í Kallinn 300 milljónum – og þá þegir hann!
Kveðja,
[email protected]