Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Nú beit á hjá Kjartani Má, en...
Mánudagur 10. maí 2004 kl. 08:46

Nú beit á hjá Kjartani Má, en...

Því miður verð ég að hryggja Kjartan Má Kjartansson bæjarfulltrúa með því að vita ekki hvar Þorsteinn Gunnarsson fjölmiðlamaður fékk allar upplýsingarnar um skemmtilegan dag á Suðurnesjum, sem hann segist hafa eftir mér í sérstöku ferðablaði sem fylgdi Mogganum á föstudaginn. Ég ætlaði svo sem ekki að gera úlfalda úr mýflugu, því lýsingin er ágæt, og ég tel víst að hann hafi soðið þetta saman úr ýmsum áttum. Því miður kemur fæst frá mér því auðvitað hélt ég helst frammi kostum Reykjanesbæjar í stuttu viðtali sem við áttum, byrjaði á Keflavíkurflugvelli, nefndi hótelin hér, hvalaskoðun, Duus og listasafn með meiru. En ég er mjög sáttur við að hann lætur mig hampa nágrannasveitarfélögunum. Mig grunar helst að hann viti ekki hvað tilheyri Reykjanesbæ!
Seint munu þó menn með sanni geta sagt að ég berjist ekki fyrir bæinn minn og haldi sjónarmiðum hans og sérstöðu í ferðaþjónustu sem öðrum þáttum á lofti.  Sá eini sem hafði nefnt við mig umfjöllunina í Mbl. hrósaði mér reyndar fyrir að gleyma ekki nágrannabæjunum. En Kjartani Má þykir þetta allt mjög miður. Auðvitað er samband okkar þannig að honum hefur ekki þótt við hæfi að hringja í mig eða senda tölvupóst til að spyrja hverju valdi - því þá hefði hneykslið verið ónýtt.

Bestu kveðjur,
Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024