Nokkur heilræði til Suðurnesjamanna um brunavarnir
Ágætu Suðurnesjabúar.
Á aðventunni eru slökkviliðsmenn oft minntir á hve skammt er milli gleði og sorgar, gleði þegar jólin og áramótin ganga í garð með allri sinni ljósadýrð og þeirri eftirvæntingu sem fylgir undirbúningi jólanna og svo þeirri sorg og örvæntingu sem hellist yfir fólk þegar eldur hefur lagt heimilið í rúst og ástvinir jafnvel slasast í eldsvoða.
Til að minnka hættu á eldsvoða er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga.
1. Reykskynjarar, eldvarnarteppi og slökkvitæki eiga að vera á hverju heimili.
2. Aðgætið hvort reykskynjarar séu í lagi, það er gert með því að þrýsta á prófunarhnapp á reykskynjaranum þar til hljóðmerki heyrist, þetta þarf að gera mánaðarlega, endurnýja þarf rafhlöður árlega og líftími reykskynjara er 5-10 ár.
Reykskynjarar eiga að vera í öllum herbergjum þar sem rafmagnstæki eru til staðar.
3. Gangið vel frá kertaskreytingum, þannig að þó kertin brenni niður, kvikni ekki í skreytingunum, farið aldrei úr húsi án þess að slökkva á kertunum og slökkvið ávallt á þeim áður en farið er að sofa. Hafið aldei logandi kerti þar sem börn eru við leik s.s í barnaherbergjum. Staðsetning kertaskreytinga er mjög mikilvæg, gæta þarf sérstaklega að ekki séu brennanleg efni nálægt kertaskreytingum s.s gardínur.
4. Notið viðeigandi hlífar þegar flugeldum er skotið, s.s öryggisgleraugu og hanska, farið eftir þeim leiðbeiningum sem framleiðendur og söluaðilar mæla með.
5. Gætið þess að framlengingarsnúrur séu heilar og yfirhlaðið ekki rafmagnsinnstungur
Sé farið eftir þeim leiðbeiningum sem nefndar hafa verið hér að ofan minnkum við stórlega líkur á bruna og slysum.
Að lokum.
Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja eru ávallt reiðubúnir að leiðbeina fólki um brunavarnir, séu einhverjar spurningar um brunavarnir hvort heldur er heima eða á vinnustað hafið þá samband við varðstofu slökkviliðsins í síma 421-4748.
Starfsmann Brunavarna Suðurnesja óska Suðurnesjamönnum gleðilegra Jóla og gæfuríks komandi árs með þökk fyrir samstarf liðinna ára.
Jón Guðlaugsson
Á aðventunni eru slökkviliðsmenn oft minntir á hve skammt er milli gleði og sorgar, gleði þegar jólin og áramótin ganga í garð með allri sinni ljósadýrð og þeirri eftirvæntingu sem fylgir undirbúningi jólanna og svo þeirri sorg og örvæntingu sem hellist yfir fólk þegar eldur hefur lagt heimilið í rúst og ástvinir jafnvel slasast í eldsvoða.
Til að minnka hættu á eldsvoða er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga.
1. Reykskynjarar, eldvarnarteppi og slökkvitæki eiga að vera á hverju heimili.
2. Aðgætið hvort reykskynjarar séu í lagi, það er gert með því að þrýsta á prófunarhnapp á reykskynjaranum þar til hljóðmerki heyrist, þetta þarf að gera mánaðarlega, endurnýja þarf rafhlöður árlega og líftími reykskynjara er 5-10 ár.
Reykskynjarar eiga að vera í öllum herbergjum þar sem rafmagnstæki eru til staðar.
3. Gangið vel frá kertaskreytingum, þannig að þó kertin brenni niður, kvikni ekki í skreytingunum, farið aldrei úr húsi án þess að slökkva á kertunum og slökkvið ávallt á þeim áður en farið er að sofa. Hafið aldei logandi kerti þar sem börn eru við leik s.s í barnaherbergjum. Staðsetning kertaskreytinga er mjög mikilvæg, gæta þarf sérstaklega að ekki séu brennanleg efni nálægt kertaskreytingum s.s gardínur.
4. Notið viðeigandi hlífar þegar flugeldum er skotið, s.s öryggisgleraugu og hanska, farið eftir þeim leiðbeiningum sem framleiðendur og söluaðilar mæla með.
5. Gætið þess að framlengingarsnúrur séu heilar og yfirhlaðið ekki rafmagnsinnstungur
Sé farið eftir þeim leiðbeiningum sem nefndar hafa verið hér að ofan minnkum við stórlega líkur á bruna og slysum.
Að lokum.
Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja eru ávallt reiðubúnir að leiðbeina fólki um brunavarnir, séu einhverjar spurningar um brunavarnir hvort heldur er heima eða á vinnustað hafið þá samband við varðstofu slökkviliðsins í síma 421-4748.
Starfsmann Brunavarna Suðurnesja óska Suðurnesjamönnum gleðilegra Jóla og gæfuríks komandi árs með þökk fyrir samstarf liðinna ára.
Jón Guðlaugsson