Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Nokkrir punktar varðandi atvinnumál
Föstudagur 18. febrúar 2022 kl. 13:34

Nokkrir punktar varðandi atvinnumál

Ég tel að undirstaða samfélagsins vera trygg atvinna. Covid-ástandið hefur komið hvað mest niður á íbúum Reykjanesbæjar og verðum við að treysta á fleiri stoðir atvinnulífsins. Eflaust eru engar töfralausnir í þessum málum, við þurfum að markaðsetja Reykjanesbæ sem vænlegan kost fyrir fyrirtæki til að setjast hér að og skapa verðmæti. Við verðum að skapa aðlaðandi miðbæ með fjölbreytta þjónustu, verslanir og afþreyingu sem laðar að mannlíf og bætir ásýnd bæjarins.

Hugmyndir:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eigum samtal við þau fyrirtæki sem fyrir er í bænum, um hvað við getum gert til að laða að viðskiptavini, skapa verðmæti og fjölga störfum.

Eflum miðbæinn en frekar.

Aðstoðum örfyrirtæki að koma sér fyrir og tökum þátt í frumkvöðlastarfsemi.

Leitum aðila sem kunna að hafa áhuga á að reisa umhverfisvæna iðn- og tæknifyrirtæki og t.d. boðið þeim lóðir á viðráðanlegu verði með tilheyrandi verðmætasköpun í sátt við samfélagið og umhverfið.

Fáum skemmtiferðaskip til að heimsækja bæinn með tilheyrandi ávinningi fyrir verslun og þjónustu ásamt tekjum í hafnarsjóð. Reynslan sýnir að þetta hefur verið góð búbót fyrir bæjarfélögin í kringum landið.

Verum fyrsti valkostur ferðamanna þegar þeir lenda á flugvellinum með tilheyrandi ávinningi fyrir verslun og þjónustu.

Tryggjum lagningu Suðurnesjalínu 2.

Listinn er langt frá því að vera tæmandi en vonandi skapar umræðu og fleiri hugmyndir sem við getum unnið með.  Ég vil gjarnan heyra ykkar álit, hugmyndir eða hvað það er sem við getum gert til að gera góðan bæ betri!

„Grípum tækifærin“

Steinþór Jón Gunnarsson Aspelund,
frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.