Nóg að gera hjá Eldey í maí

— Dagskrá kórs eldri borgara á Suðurnesjum

Maímánuður  er annasamur hjá Eldey, kór eldri borgara, en þá heldur kórinn tvenna vortónleika. Einnig fer kórinn á öldrunar- og hjúkrunarheimilin á Suðurnesjum, en frá stofnun kórsins, sem eru að verða 26 ár, þá hefur kórinn alltaf farið tvisvar á ári og heimsótt þessi heimili, það er  í maí og fyrir jólin. Þetta er okkur mikil ánægja og veitir okkur mikla gleði.
 
Á hverju ári tekur Eldey þátt í kóramóti með kórum eldri borgara á Akranesi, Árborg, Mosfellsbæ og Hafnarfirði og hefur gert frá 1997 og þetta árið eru það Eldey sem tekur á móti kórunum eða 27.maí nk. og verða tónleikar með öllum kórunum kl. 16.00 í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja.  Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.  Hver kór syngur 5 lög og svo allir saman 4 lög.
 
Svona lítur dagskráin út hjá Eldey  í maí 2017.
 
15. maí, mánudagur, Víðihlíð í Grindavík kl. 14.15.
 
15. maí, Hlévangur,  Reykjanesbæ, kl.15.30.
 
18.maí, fimmtudagur Vortónleikar í Kirkjulundi kl. 20.00   Aðgangseyrir 1.000 kr. (ekki posi)
Söngstjóri og undirleikari kórsins er Arnór B. Vilbergsson og með kórnum verður einnig hljómsveit sem skipuð er eftirtöldum aðilum:
 
Gítar: Gunnar Þórðarson
Bassi: Sólmundur Friðriksson
Trommur: Helgi Víkingsson
Skeiðar: Gunnar Kristjánsson
Víóla: Kjartan Már Kjartansson
Trompet: Margeir Hafsteinsson
 
19. maí,  föstudagur, sungið á Nesvöllum kl. 14.15. 
 
25. maí, fimmtudagur, Uppstigningardagur, Eldey syngur við messu í Keflavíkurkirkju kl. 14.00 
 
25. maí,  Uppstigningardagur verður Eldey með tónleika í Grindavíkurkirkju kl. 17.00. Aðgangseyrir 1.000 kr.  (ekki posi). 
 
Söngstjóri og undirleikari kórsins er Arnór B. Vilbergsson og með kórnum verður einnig hljómsveit sem skipuð er eftirtöldum aðilum:
 
Gítar: Gunnar Þórðarson
Bassi: Sólmundur Friðriksson
Trommur: Helgi Víkingsson
Skeiðar: Gunnar Kristjánsson
Víóla: Kjartan Már Kjartansson
Trompet: Margeir Hafsteinsson
 
27.maí, laugardagur,  Kóramót 5 kóra, Eldey Suðurnesjum,  Hljómur Akranesi, Vorboðarnir Mosfellsbæ, Gaflarakórinn  Hafnarfirði og Hörpukórinn Árborg.
Kl.16.00 þennan dag verða tónleikar í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja og þar syngja allir kórarnir, hver fyrir sig og svo saman. Frítt inn og allir velkomnir.
 
Röð kóranna er sem hér segir.
Vorboðar, Mosfellsbæ.
Gaflarakórinn, Hafnarfirði.
Hörpukórinn, Árborg.
Hljómur, Akranesi.
Eldey, Suðurnesjum.
 
 
29. maí, mánudagur, þá endum við þennan vetur með óvissuferð sem ferðanefnd sér um. Þá förum við á vit ævintýranna og skemmtum okkur saman þennan dag og fram á kvöld, endað á að grilla saman og þá er Eldey komin í frí fram á haustið. 
 
Við viljum benda þeim á sem vilja koma í kórstarfið í Eldey að hafa samband við kórstjórann eða einhvern úr stjórninni eða bara koma til okkar á æfingu en við æfum á hverjum þriðjudegi í Kirkjulundi kl. 15.30-17.30. 
 
Við byrjum aftur í haust seinni partinn í september.
 
Endilega láttu sjá þig, söngurinn bætir og kætir.
 
Soffía G. Ólafsdóttir,
formaður Eldeyjar.