Njarðvíkingur vill prófkjör
Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur samþykkti s.l. þriðjudagskvöld einróma ályktun þess efnis að efnt yrði til prófkjörs við val á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í komandi bæjarstjórnarkosningum.
Áskorunin er eftirfarandi:
„Stjórnarfundur Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings haldinn í
Njarðvík þ. 29. ágúst 2005 skorar á Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjanesbæ að efna til prófkjörs til vals á lista flokksins í komandi
bæjarstjórnarkosningum.”
Stjórn Njarðvíkings bætir við að það sé skoðun allra stjórnarmeðlimanna að í því góða búi sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skili af sér hafi þeir ekkert að óttast þó svo þeir sæki umboð sitt til hins almenna Sjálfstæðismanns.
Þá segir stjórnin að nýjar prófkjörsreglur séu líklegar til að efla Sjálfstæðisfélögin með því að fá nýja inn nýja félagsmenn og til starfa fyrir flokkinn.
Áskorunin er eftirfarandi:
„Stjórnarfundur Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings haldinn í
Njarðvík þ. 29. ágúst 2005 skorar á Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjanesbæ að efna til prófkjörs til vals á lista flokksins í komandi
bæjarstjórnarkosningum.”
Stjórn Njarðvíkings bætir við að það sé skoðun allra stjórnarmeðlimanna að í því góða búi sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skili af sér hafi þeir ekkert að óttast þó svo þeir sæki umboð sitt til hins almenna Sjálfstæðismanns.
Þá segir stjórnin að nýjar prófkjörsreglur séu líklegar til að efla Sjálfstæðisfélögin með því að fá nýja inn nýja félagsmenn og til starfa fyrir flokkinn.