Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 26. apríl 2000 kl. 14:44

Nikkelsvæðið okkur til skammar

Annað slagið höfum við heyrt yfirlýsingar bæjarstjórans um að alveg á næstunni verði ráðist í að þrífa draslið af þessu svæði, en ekkert hefir orðið úr framkvæmdum. Þarna er besta byggingarlandið innan bæjarmarkanna og skortur er á lóðum. Bærinn er þaninn upp um holt og móa þar sem kosnaður við holræsalagnir er margfaldur miðað það sem hann yrði á þessu svæði, en út yfir allt tekur sú sjónmengun, sem við blasir á Nikkelsvæðinu. Nokkra olíutanka tókst að losna við þegar þeir voru gefnir. Þegar framsóknarmanni, var plantað í formennsku í Sölunefnd varnarliðseigna, krafðist hann þess að nefndin fengi tankana til umráða því hún hyggðist selja þá, síðan hefir enginn tankur farið. Olíuleiðslurnar hljóta því líka að tilheyra nefndinni. Samkvæmt því mætti ætla að beinast legði við að krefjast þess af Sölunefndinni að hún hirti þett góss sitt, ella geri bærinn það á hennar kosnað. Endalaust þras um mengunarrannsóknir hafa staðið í vegi fyrir að bærinn yfirtaki þetta land, en hvað ætla menn að fá út úr slíkum rannsóknum, taki ekki við þras um áreiðanleika niðurstöðunnar og meiri dráttur á að landið verði nýtt. Þegar hefur verið byggt þar sem kunnugir telja mest hafa farið niður af olíu og öðrum eiturefnum. Mannvirki eru þegar komin yfir nokkuð af leiðslunum, nokkuð mun aldrei hafa verið notað og enn eru á lífi nokkrir fyrrum starfsmenn Olíufélagsins, sem upplýst gætu að hve miklu leiti leiðslurnar voru tæmdar á sínum tíma. Stolti meirihlutans í Reykjanesbæ, fótboltahöllinni, var dengt niður í meint „mengunarsvæði“, þangað á æskan að sækja hollustu, fjör og þrótt og mun væntanlega gera það hvað sem öllu mengunarkjaftæði líður, en umhverfið gæti mengað hugarfarið. Mál er að þessu rugli linni og næsta víst er að jarðvegi þarna verður að mestu ekið burt þegar gatnagerð og byggingaframkvæmdir hefjast. Fótboltahöllin verður væntanlega fjölsóttasti staðurinn í Reykjanesbæ í framtíðinni. Við öllum sem þangað koma blasir þessi óhugnaður. Ef halda á áfram að þrasa um mengun á Nikkelsvæðinu verður tafarlaust að fjarlægja girðingar, tankana og annað drast, sem er ofanjarðar og sá síðan í svæðið. Þannig mætti bjarga útlitinu næstu ár. Jón Baldvin sá til þess að varnarliðið kostaði nýa vatnsveitu fyrir okkur og það svo ríflega að afgangurinn hefði nægt fyrir rannsóknum allra sérfræðinga á hugsanlegri mengun en ráðamenn, kusu að eyða afgangnum í sín gæluverkefni Miðað við hvernig þessi mál hafa gengið er tímabært að fara að snúa sér að varnarliðinu og krefjast þess að það afhendi „Patterson“ svæðið, upp af Fitjunum, sem á sínum tíma var frá tekið fyrir skotfærageymslur, þar hafa engin skotfæri komið í áraraðir. Þar ætti að verða næsta byggingarland okkar. Mál er að ræða við varnarliðið um að það standi ekki í vegi fyrir vexti bæjarinns, mestar líkur eru á að þeir skilji slík rök, en sífellt nöldur um peninga fyrir meint tjón, hafa þeir væntanlega skömm á og þá alveg sérdeilis þegar þeir telja sig þegar hafa bætt „tjónið“ og vel það. Ólafur Björnsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024