Niðurskurður löggæslu á Suðurnesjum
Undanfarna daga hafa okkur borist fréttir af að nú skuli skera niður fjárveitingar til Lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum. Menn eru ekki sammála um hvort heldur hér sé um að ræða niðurskurð eða leiðréttingu.en í raun skiptir það ekki máli,því hvort heldur það er verður niðurstaðan sú sama. Lélegri þjónusta bæði hvað varðar lögregu og tollaeftirlit.
Það er ljóst að Keflavíkurflugvöllur er hlið utanaðkomandi inn í landið og jafnframt hlið inn á Schengensvæðið. Þarna fer fram eftirlit með t.d fikniefnum til landsins auk vegabréfaeftirlits og árangur af því starfi verið góður. Ef menn velja að láta þessar niðskurðstillögur ganga í gegn er ljóst að þar með er miklu starfi og uppbyggingu kastað á glæ. Það viljum við ekki láta gerast.
Það er ljóst að niðurskurður sem þessi kemur t.d til með að hafa áhrif á frekari uppbyggingu vallasvæðisins, þar sem aðilum í flugþjónustu verður ekki gert kleift að nýta þær byggingar sem þar losnuðu, vegna þess að ekki verður hægt að halda uppi eðlilegri toll og löggæslu vegna kostnaðar.
Það er líka ljóst að á sama tíma og íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað um ca. 15% undanfarin ár og stöðugt aukin umferð um Keflavíkurflugvöll að þá er það ekki rökrétt niðurstaða að draga úr lög og tollgæslu. Heldur ber að auka hana. Það er ekki upplifun okkar íbúanna hér á Suðurnesjum að embætti Lögreglustjórans á Suðurnejsum hafi verið að bruðla með fé. heldur þvert á móti. Sýnileg löggæsla er hér í algeru lágmarki, enda sama þróun verið hér í gangi og víðast hvar um landið lögreglumönnum fækkað. Ekki er hægt að segja að bruðlað hafi verið í húsnæðismálum eins og best sést á að stór hluti starfsemi embættisins fer fram í gámum sem staðsettir eru rétt við Reykjanesbrautina, og óhætt er að segja að útlendingum begður í brún þegar maður segir þeim hvaða starfsemi fer þarna fram .
Það verður að segjast eins og er að eitthvað virðast áherslur þeirra er með völdin fara, ekki vera í takt við þarfir þeirra er greiða þeim launin. Þannig getur maður sagt að það er skrýtin áhersla að á sama tíma og við skerum niður löggæsluna, þá hika alþingismenn okkar ekki við að skammta sjálfum sé aðstoðarmenn sem koma til með að kosta skattborgarana fúlgur fjár . Hvað eiga þeir aðstoðarmenn að
Með bestu kveðju,
Hannes Friðriksson
íbúi í Reykjanesbæ