Niðurskurður hjá Lögreglu
Eins og ástandið er í fíkniefnamálum hér á Suðurnesjum í dag, þá líst mér ekki á þær afleiðingar sem það hefur í för með sér að skerða löggæsluna og tollgæsluna og minka þar með eftirlitið bæði innflutningi og öðru tengt sölu og neyslu.
Hjá Lundi er stanslaust verið að biðja um aðstoð um að komast í ráðgjöf og meðferð.
Við erum því miður bara með opið einu sinni í viku eins og staðan er í dag, en það mun verða bót á því með nýju húsnæði. Þó svo að ég sé í símanum alla daga og reyni að gera mitt besta en það er því miður bara ekki nóg. Það þarf frekar viðbót en skerðingu.
Þörfin er svo gríðarlega mikil, og að ekki skuli einu sinni vera pláss inni á Vogi, er heldur ekki gott þar sem þeir anna ekki þeim fjölda sem þurfa að komast þangað.
Er það einnig vegna fjárskorts.
Það er ekki skemmtilegt að þurfa að segja við fólkið, því miður er þetta bara svona, þú verður bara að bíða og koma seinna.
Með niðurskurði á fjármagni til Lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum eykst neyslan og allar þær hörmungar sem því fylgir
Held að það gleymist oft að skoða allan þann kostnað sem fylgir því að hafa fólk í neyslu og allan skaða sem því fylgir,s.s innbrot,skemdir,tryggingar,gjaldþrot aðstandenda, sjúkrakostnað, örorkubætur, atvinnuleysisbætur og fleira og fleira.
Lundur skorar á Dómsmálaráðuneytið að endurskoða hug sinn áður illa fer.
Baráttukveðja
Erlingur Jónsson