Níðingsverk framið í Sandgerði
Laugardaginn 4. október var ég ásamt fjölskyldu minni að drekka sídegiskaffi sem ekki er merkilegt það gera flestir, en þá heyri ég að bíll sem leið á um Hjallagötu í Sandgerði gefur í og fer á mikla ferð. Nokkru síðar kemur nágranni minn og tilkynnir mér að kötturinn minn sé dáinn það hafi verið keyrt á hann. Þessi vesalingur sem vann þetta níðingsverk stakk af og sýndi mikla hetjudáð.
Ég vona að þú lesir þetta kannski vinur, því það gæti hitt svo illa á að næst yrði barn á vegi þínum. Þarna eru oft migið af börnum að leik og eiga leið um þá er spurning hvort bremsupetalinn er nær eða bensíngjöfin. Ég vona að þú lærir af þessu. Köttur er sagður eiga 9 líf en í þetta skiptið átti hann bara eitt greyið.
Virðingarfyllst
Sigurður Þorleifsson
Hjallagötu 4
245 Sandgerði.