Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Neysla á fíkniefnum og öðrum vímugjöfum hefur stóraukist á Suðurnesjum
Mánudagur 1. nóvember 2010 kl. 14:48

Neysla á fíkniefnum og öðrum vímugjöfum hefur stóraukist á Suðurnesjum

Frábært framtak hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með góðri samvinnu fleiri lögregluembætta að komast yfir slíkt magn af fíkniefnum á einu bretti og um leið uppræta glæpagengi. Segir þetta okkur ekki eitthvað? Þetta er nú samt bara smá brot af því sem er í gangi, því er nú ver og miður. Hættan er mikil á að okkar fólk lendi í því að ánetjast þessum FJANDA, ættum við því að hafa augun opin og láta vita. Ekki HORFA Í HINA ÁTTINA, það gæti næst orðið þitt barn (fólk). Ungt fólk sem er að byrja að fikta er því miður alltof oft fljótlega komið í sölu á fíkniefnum, þessi heimur gerir ekkert annað en að versna, og það sem meira er: hann versnar hratt.

Neyslan á fíkniefnum og öðrum vímugjöfum hefur stóraukist hér á Suðurnesjum, þá séstaklega hjá „því miður“ mjög ungu fólki. Fjöldi annara vandamála skapast tengd fíkniefnum. Mikið er um ræktun, einnig virðist landabruggun vera að aukast svo um munar hér á svæðinu. Allt er þetta ætlað til sölu, markhópurinn er ungt fólk og fólk sem hefur lítið á milli handanna. Hinn svo kallaði „landi“ er tiltölulega ódýr vímugjafi en ekki síður skaðlegur. Slagsmál, ofbeldi og almenn reiði virðist vera að festa rætur hér. Hvað er til ráða?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég held að fólk verði að fara að líta gaumgæfilega og af fullri alvöru í kringum sig og gera eitthvað áður en illa fer. Það er mjög auðvelt að ýta hlutunum á undan sér og láta sem ekkert sé, en hvar endar það. Vandamálin aukast, sársaukinn, kvölin, óttinn, reiðin. Ástandið versnar og endar jafnvel með sundrung á heimilunum.

Það er ekki gott að vera á þeim stað að óttast, þora ekki að segja eða gera neitt í málunum, vera hræddur um að mistakast, klára ekkert af því sem manni langar til að gera. Það er erfitt og ekki góður staður að vera á. Við erum sjálf hinir mestu snillingar í því að láta okkur líða illa. Við getum betur, það veit ég, það sem þarf er bara taka skrefið.

Erlingur Jónsson
[email protected]