Netsaga.is - ókeypis sögur á Netinu
Hugmyndin að Netsögu.is varð til seinnihluta ársins 2002, er ég var að reyna að fá útgefnar sögur en fékk hvarvetna höfnun. Í tölvunni minni átti ég orðið mikið efni af allskonar sögum: Í fyrsta lagi eigin lífsreynslusögu (Ótrúleg lífsbarátta eftir bílslys); öðru lagi spennusögu með ævintýralegu ívafi, þar sem segir af fjandvinunum Loka Fáfnis og Jóni Jóns, spaugilegum fyrstu kynlífskynnum hvors um sig af fagra kyninu, samskiptum þeirra innbyrðis og misjöfnu gengi á lífsins braut. Inn í söguna fléttast samskipti þeirra við verur bæði úr annarri vídd og heimi. Segja má að þessi saga sé veisla fyrir hugann (Útvalinn); þriðja lagi himneskri og afar spennandi ástarsögu Loka Fáfnis með þeim óvæntasta endi sem um getur í sögu bókmenntanna (Himnasending); og í fjórða lagi Tilviljanir sem er safn á annað hundrað smásagna af ótrúlegustu tilviljunum bæði úr mínu lífi og annarra sem ég hef safnað á Netinu.
Ég fékk þá hugmynd að koma á fót eigin heimasíðu, þar sem sögurnar yrðu til sölu. Ég leitaði ráða hjá ýmsum og einn þeirra, öðlingurinn Hans Guðmundsson fyrrum handboltakappi kom með nafnið: Netsaga.is og hafi hann þökk fyrir. Netsaga.is fór á Netið; heimsóknir urðu allnokkrar, en minna varð um sölu. Synir mínir þrír Sveinn, Eiríkur og Daníel komu til pallborðsumræðna, þar sem ýmsar snjallar hugmyndir voru reifaðar, þ.á.m. sú staðreynd að hinum almenna tölvunotanda þætti ekkert sjálfsagðara en að fá allt ókeypis á Internetinu, og þess vegna mæltu þeir með því að sögurnar yrðu öllum opnar til aflestrar, en að ég leitaði annarra leiða til tekjuöflunar.
Á árinu 1975 olli ég alvarlegu bílslysi, vegna ölvunar, þar sem tveir vina minna létu lífið, en ég slasaðist mikið og var lengi á sjúkrastofnunum, þaðan sem ég útskrifaðist meira og minna fatlaður.
Fram á þennan dag hef ég gert ýmislegt til að fá mér fasta atvinnu, m.a. útskrifast úr Kennaraháskólanum, en allt hefur komið fyrir ekki og ég hef verið meira og minna atvinnulaus. En lífið hefur ekki eingöngu einkennst af vonbrigðum; ég bjó t.a.m. með yndislegri konu sem ól mér strákana okkar þrjá. Vegna lágra tekna, höfnunar á vinnumarkaðnum og áralangrar baráttu gegn því að verða talinn öryrki (og alvarlegs vinnuslyss sem henti mig) neyddist ég til að panta örorkumat hjá lækni.
Í atvinnuleysinu hef ég ekki getað setið auðum höndum, en dundað mér við alls konar skriftir: Á eigin sögu, tveimur skáldsögum og söfnun á tilviljanasögum, auk þess sem ég hef skrifað mikinn fjölda blaðagreina, og hef snarað öllu yfir á enskt ritmál, aðeins til að viðhalda enskukunnáttunni.
Í endalausri leit minni að atvinnu og lífsfyllingu var ég kominn að enn einum tímamótum er við feðgarnir höfðum komist að þeirri niðurstöðu að affarasælast yrði að birta sögurnar ókeypis, jafnframt því sem ég gæfi öðrum höfundum sagna, ljóða, brandara (gamansagna) og greina kost á að birta á netsögu.is efni sitt í stað þess að hafa það engum til skemmtunar eða gagns í tölvum sínum e'a skúffum. Enn og aftur sendi ég tölvupóst til ýmissa aðila og leitaði ásjár og samvinnu við að láta þennan draum minn rætast.
Forsvarsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur leist vel á hugmynd hins fatlaða manns og ákváðu að veita honum hæfilegt liðsinni til að draumur hans gæti ræst.
Popplistamaðurinn Andy Warhol kvað alla mundu njóta 15 mín. frægðar einhverntíma á lífsleiðinni, en þátttaka í ævintýrinu netsaga.is mun veita
enn varanlegri frægð ef að líkum lætur, sérstaklega ef höfundar láta mynd af sér fljóta með skáldskapnum.
Þess má geta í lokin að bandarísku útgáfufyrirtæki líst allskostar vel á netsögu-hugmyndina og gæti vel hugsað sér að gefa út safn smásagna úr íslenskum veruleika, þannig að ef vel tekst til gæti netsaga.is átt sinn þátt í að fjölga heimsfrægum íslenskum rithöfundum sem seldu verk sín á Amazon-bóksöluvefnum.
Ég fékk þá hugmynd að koma á fót eigin heimasíðu, þar sem sögurnar yrðu til sölu. Ég leitaði ráða hjá ýmsum og einn þeirra, öðlingurinn Hans Guðmundsson fyrrum handboltakappi kom með nafnið: Netsaga.is og hafi hann þökk fyrir. Netsaga.is fór á Netið; heimsóknir urðu allnokkrar, en minna varð um sölu. Synir mínir þrír Sveinn, Eiríkur og Daníel komu til pallborðsumræðna, þar sem ýmsar snjallar hugmyndir voru reifaðar, þ.á.m. sú staðreynd að hinum almenna tölvunotanda þætti ekkert sjálfsagðara en að fá allt ókeypis á Internetinu, og þess vegna mæltu þeir með því að sögurnar yrðu öllum opnar til aflestrar, en að ég leitaði annarra leiða til tekjuöflunar.
Á árinu 1975 olli ég alvarlegu bílslysi, vegna ölvunar, þar sem tveir vina minna létu lífið, en ég slasaðist mikið og var lengi á sjúkrastofnunum, þaðan sem ég útskrifaðist meira og minna fatlaður.
Fram á þennan dag hef ég gert ýmislegt til að fá mér fasta atvinnu, m.a. útskrifast úr Kennaraháskólanum, en allt hefur komið fyrir ekki og ég hef verið meira og minna atvinnulaus. En lífið hefur ekki eingöngu einkennst af vonbrigðum; ég bjó t.a.m. með yndislegri konu sem ól mér strákana okkar þrjá. Vegna lágra tekna, höfnunar á vinnumarkaðnum og áralangrar baráttu gegn því að verða talinn öryrki (og alvarlegs vinnuslyss sem henti mig) neyddist ég til að panta örorkumat hjá lækni.
Í atvinnuleysinu hef ég ekki getað setið auðum höndum, en dundað mér við alls konar skriftir: Á eigin sögu, tveimur skáldsögum og söfnun á tilviljanasögum, auk þess sem ég hef skrifað mikinn fjölda blaðagreina, og hef snarað öllu yfir á enskt ritmál, aðeins til að viðhalda enskukunnáttunni.
Í endalausri leit minni að atvinnu og lífsfyllingu var ég kominn að enn einum tímamótum er við feðgarnir höfðum komist að þeirri niðurstöðu að affarasælast yrði að birta sögurnar ókeypis, jafnframt því sem ég gæfi öðrum höfundum sagna, ljóða, brandara (gamansagna) og greina kost á að birta á netsögu.is efni sitt í stað þess að hafa það engum til skemmtunar eða gagns í tölvum sínum e'a skúffum. Enn og aftur sendi ég tölvupóst til ýmissa aðila og leitaði ásjár og samvinnu við að láta þennan draum minn rætast.
Forsvarsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur leist vel á hugmynd hins fatlaða manns og ákváðu að veita honum hæfilegt liðsinni til að draumur hans gæti ræst.
Popplistamaðurinn Andy Warhol kvað alla mundu njóta 15 mín. frægðar einhverntíma á lífsleiðinni, en þátttaka í ævintýrinu netsaga.is mun veita
enn varanlegri frægð ef að líkum lætur, sérstaklega ef höfundar láta mynd af sér fljóta með skáldskapnum.
Þess má geta í lokin að bandarísku útgáfufyrirtæki líst allskostar vel á netsögu-hugmyndina og gæti vel hugsað sér að gefa út safn smásagna úr íslenskum veruleika, þannig að ef vel tekst til gæti netsaga.is átt sinn þátt í að fjölga heimsfrægum íslenskum rithöfundum sem seldu verk sín á Amazon-bóksöluvefnum.