Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Netprófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lýkur í dag kl. 18
Laugardagur 7. mars 2009 kl. 10:40

Netprófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lýkur í dag kl. 18

Kl. 9:00 í morgun voru 1200 manns búnir að kjósa í netprófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi en kosning stendur yfir til kl. 18:00 í dag laugardag 7. mars, bæði á netinu og á kjörstöðum sem er að finna í öllum kaupstöðum kjördæmisins.

Íbúar Suðurkjördæmis sem vilja nýta lýðræðislegan rétt sinn til til að raða á lista Samfylkingarinnar fara inn á samfylking.is og þaðan á kjörsíðu Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og fá allar upplýsingar um hvernig kosið er. Þar skráir viðkomandi sig til að taka þátt í netkosningu og fær kjörkóða sendan strax á netbanka og lýkur kosningu í beinu framhaldi.

Þeir sem ekki hafa aðgang að netbanka geta farið til umboðsmanna Samfylkingarinnar á fjölmörgun stöðum í kjördæminu og kosið hjá þeim í dag til kl. 18:00. Upplýsingar um umboðsmennina er að finna á samfylking.is og í prófkjörsblaði sem dreift var á öll heimli í kjördæminu.

Samfylkingin í Suðurkjördæmi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024