Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Netprófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Mánudagur 16. febrúar 2009 kl. 10:47

Netprófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Á aukakjördæmisþingi samfylkingarfólks í Suðurkjördæmi, sem haldið var sunnudaginn 15. febrúar á Hótel Örk í Hveragerði, var ákveðið að velja í 5 efstu sætin á framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum með netprófkjöri þann 7. mars.  Rétt til þátttöku í netprófkjörinu hafa allir félagar í Samfylkingunni í Suðurkjördæmi auk þeirra kjósenda Suðurkjördæmis sem sækja sér aðgangslykil að prófkjörinu.

Jafnræði kynjanna tryggt í efstu sæti framboðslistans
Kjósendur velja 5 nöfn á kjörseðlinum og númera frá 1–5. Þegar talning atkvæða liggur fyrir skal tryggja jafnt kynjahlutfall í 1. og 2. sæti. Næst skal hugað að jafnréttisreglu Samfylkingarinnar um að hvort kyn skuli hafa að lágmarki 40% fulltrúa hvað varðar sæti 3-5.

Frambjóðendum er óheimilt að auglýsa í ljósvaka- , prent- og vefmiðlum. Kjördæmisráð gefur út sameiginlegt kynningarrit og gengst fyrir sameiginlegum fundum til kynningar á frambjóðendum.

Framboðsfrestur rennur út mánudaginn 23. febrúar. Nánari upplýsingar um netprófkjörið er hægt nálgast hjá Eysteini Eyjólfssyni formanni stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í síma 698-1404 eða með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024