Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Nemendum verður ekki meinuð skólavist
Fimmtudagur 18. október 2012 kl. 14:05

Nemendum verður ekki meinuð skólavist

Álitamál Fjölbrautaskóla Suðurnesja og menntamálaráðuneytisins snúa að merkingum áfanga í reiknilíkani sem notað er til að ákvarða fjárframlög til framhaldsskóla. Fjármálaráðneytið hefur ekki yfir því reiknilíkani að ráða. Menntamálaráðuneytið og Fjölbrautaskóli Suðurnesja vinna að lausn þeirra álitamála.

Þau munu ekki leiða til þess að nemendum á Suðurnesjum verði meinuð skólavist eða starfsmönnum sagt upp störfum. Það er algjörlega skýrt enda væri það í stórkostlegu ósamræmi við stefnu stjórnvalda sem hafa ítrekað lagt áherslu á að þau ungmenni sem þess óska og uppfylla tilsett skilyrði fái skólavist í framhaldsskólum landsins. Ásmundur Friðriksson þarf að kynna sér málin betur áður en grípur til gamalkunnra ásakana í minn garð, sennilega í þeirri von að Suðurnesjamenn velji hann sjálfan sem sinn talsmann. Um það snúast hans áherslu eins og svo greinilega má sjá á skrifum hans um málið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áherslurnar ættu hins vegar að snúast um samfélagslegt mikilvægi menntunar og um það hvernig styðja megi við endurreisn samfélagsins eftir hagstjórnarmistök áranna fyrir hrun.

Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður