Nefnd um staðbundna fjölmiðla
Þingmenn úr öllum flokkum vilja að menntamálaráðherra verði falið að skipa nefnd sem athugi stöðu staðbundinna fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra, og skili skýrslu þar sem gerð verði grein fyrir þróun markaðarins undanfarin ár, og koma með tillögu um aðgerðir, ef þurfa þykir.
Þingsályktunartillögu um málið var dreift á Alþingi í gær, en hún hefur verið flutt áður í þinginu.
Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.