Náttúruvika á Reykjanesi í Grindavík
Náttúruvika á Reykjanesi verður haldin í Grindavík dagana 19. – 25. júní 2011. Ýmsir dagskrárliðir verða í boði er tengjast náttúru og umhverfi svæðisins s.s. gönguferðir, náttúruskoðun, hestaferð, hjólaferðir, fjöruferð, ratleikur o.m.fl...
Náttúruvikan er hugsuð sem góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna og jafnframt til að minna á hvað náttúran hefur upp á margt að bjóða.
Náttúruvikan er samstarfsverkefni sjf menningarmiðlunar, Grindavik Experience og Grindavíkurbæjar. Verkefnastjóri og upphafsmaður verkefnis er Sigrún Jónsd. Franklín, [email protected], gsm 6918828. Á heimasíðu www.sjfmenningarmidlun.is og www.grindavik.is má lesa nánar um dagskrárliði.
Dagskrárliðir Náttúruviku:
Ratleikur Grindavíkur, Náttúran og þjóðtrúin er auðveldur og skemmtilegur útivistarleikur, sem staðið hefur frá upphafi Sjóarans síkáta og stendur fram að Jónsmessu. Leitað er að spjöldum á stöðum sem merktir eru á ratleikskortið. Staðirnir eru við fjallið Þorbjörn og Skipsstíg, gömlu þjóðleiðina milli Innri- Njarðvíkur og Grindavíkur. Höfundur ratleiks er Sigrún Jónsd. Franklín. Hægt er að prenta út ratleikskort áhttp://grindavik.is/gogn/2011/ratleikursigrun_Layout_1.pdf
Kvikan, auðlinda- og menningarhús, Hafnargata 12a. Er opin alla daga frá kl. 10:00-17:00. Þar eru tvær glæsilegar sýningar, annars vegar Saltfisksetrið og hins vegar Jarðorka sem er ný sýning og hefur þegar vakið athygli en hún var áður í Gjánni í Eldborg og sýnir jarðsöguna á áhrifaríkan hátt. Þá hefur kaffihúsið Café Kvikan verið opnuð í anddyrinu.
19. júní, sunnudagur - Fjölskylduskemmtun á Selatöngum frá kl. 11:00 – 15:00. Ýmsar stöðvar: aflleikir, reiptog, listaverk í fjörunni o.fl.. Á Selatöngum má sjá minjar um verbúðir og sjósókn fyrri tíða. Eins er gaman að skoða Katlahraunið með sínum kyngimögnuðu hraunmyndunum. Selatangar eru við ströndina í um 10 km austur af Grindavík á Krýsuvíkurleið. Merkt með skilti við veginn. Umsjónarmaður á Selatöngum er Sigrún Jónsd. Franklín gsm 6918828.
Fjórhjólaævintýri ehf bjóða upp á fjölskylduferð á fjórhjólum frá Grindavík að Selatöngum og hægt að njóta þess sem verður í boði þar. Tveir fyrir einn umsjón Kobbi/Kjartan sími 8573001 www.Fjör.is
22. júní, miðvikudagur – Reykjanes gönguferðir, Eldfjallahringur í Grindavíkurlandi, Gengið er eftir gamalli hrauntröð upp undir mikinn hamravegg, Gálgakletta og þaðan yfir Sundhnúk stærsta gýginn í samfelldri óraskaðri gígaröð, Sundhnúkagígaröð er á náttúruminjaskrá sem einstakt náttúruvætti. Gengið verður áfram á Svartsengisfell 188 m. Ofan á fellinu er stór og myndarlegur gígur sem vert er að skoða auk útsýnis yfir Illahraun og Eldvörpin. Gangan tekur um 3 - 4 klst. Leiðsögumaður er Rannveig Garðarsdóttir, gsm 8938900. Mæting er kl. 19:00 við Grófina 2 - 4 230 Reykjanesbæ. Rútugjald er kr. 1.000.
25. júní, föstudagur - Skipsströnd á Hópsnesi, reiðhjólaferð frá tjaldsvæði Grindavíkur mæting kl. 10:00 tekur um 1-2 klst. Tveir fyrir einn umsjón Fjórhjólaævintýri Kobbi/Kjartan ehf 8573001 www.fjör.is.
25. júní laugardagur:
Vitahringurinn hestaferð fyrir fjölskylduna tveir fyrir einn, umsjón Artyc Horses Jóhanna sími 8480143
Skipsströnd á Hópsnesi, reiðjólaferð frá tjaldsvæði Grindavíkur mæting kl 10:00 tekur um 1-2 klst. Tveir fyrir einn, umsjón Fjórhjólaævintýri Kobbi/Kjartan ehf 8573001 www.Fjör.is
Kl. 11:00 Í Kvikunni Hafnargötu 12 a mun Dagbjört Óskarsdóttir, leiðsögumaður lesa sögu fyrir börnin um Geira litla og vini hans. Jafnframt segir hún frá síðasta geirfuglinum sem felldur var í Eldey.
Kl. 13:00 - 17:00 Skreytingar við öll tækifæri unnar úr náttúru Grindavíkur. Blómakot við Mánagötu, umsjón Gugga Bogga, [email protected]
Jónsmessuganga á fjallið Þorbjörn. Hin árlega Jónsmessuganga Grindavíkurbæjar og Bláa Lónsin hefst við sundlaugina í Grindavík kl. 20:30. Á fjallinu verður varðeldur og tónlistaratriði. Gangan endar í Bláa lóninu.
Fleiri dagskrárliðir og nánari upplýsingar eiga eftir að bætast við þegar nær dregur sjá www.sjfmenningarmidlun.is