Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Námskeið í Virkjun - Viltu ná meiri árangri á netinu?
Fimmtudagur 6. maí 2010 kl. 18:46

Námskeið í Virkjun - Viltu ná meiri árangri á netinu?

Virkjun-virknimiðstöð í samvinnu við Nordic Emarketing og Útflutningsráð standa fyrir námskeiði í Markaðssetningu á netinu í húsnæði Virkjunar, Flugvallarbraut 740, Ásbrú, mánudaginn 10. maí. Námskeiðið stendur frá kl 18-22:30.


Nánari upplýsingar og skráning hér http://www.online.is/namskeid/

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Farið verður yfir helstu samskiptaleiðir netsins á hagnýtan hátt með áherslu á hvernig þær geta skapað miklar tekjur. Markmiðið er að þátttakendur öðlist þekkingu sem nýtist þeim strax í starfi.


Kennslan byggir á bókinni „Markaðssetning á netinu“ en bókin er innifalin í þátttökugjaldi námskeiðsins. Námskeiðsgjaldið er 18.500 kr. Hægt er að sækja um styrk fyrir gjaldinu frá stéttarfélgögum og Vinnumálastofnun.


Allar nánari upplýsingar hjá Virkjun í símar 426-5388 og Gunnar Halldór verkefnastjóra Virkjunar í síma 773-3310


Kennarar á námskeiðinu eru:


Kristján Már Hauksson hefur komið víða við, hann lærði rafeindarvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, kerfisfræði við Tölvu og verkfræðiskólann og er með internet markaðsfræðigráðu frá University of British Columbia. Hann stofnaði Nordic eMarketing og starfar nú þar sem sviðstjóri net markaðssetningar. Þar sérhæfir hann sig í leitarvélamarkaðssetningu og net-almannatengslum.


Guðmundur Arnar Guðmundsson er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Hann hefur ritað fjölda greina um viðskipti og markaðsmál í tímarit og blöð á Íslandi og situr nú í stjórn Ímarks, félags markaðsfólks á Íslandi. Hann hóf störf við markaðsmál hjá 365 en flutti til Englands 2006 og starfaði þar sem markaðsstjóri breska sölusvæðis Icelandair.


Dagskráin:


Netið, breytingar og tækifæri – staðan í dag
Vefborðar
Leitarvélar (Náttúrulegar niðurstöður)
Leitarvélar (Greiddar niðurstöður)
Vefgreiningartól
Samfélagsmiðlar
Tölvupóstar
Sala í gegnum netið