Námskeið í stjörnuspeki hjá Púlsinum
Laugardaginn 5.nóvember verður stjörnuspekingur í Púlsinum með forvitnilegt námskeið. Hvað segja stjörnurnar um þig? Í hvaða stjörnumerki ert þú í raun? Hvernig ertu samsett/ur andlega? Hvaða plánetur hafa áhrif á líf þitt núna? Hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru hjá þér núna? Viltu læra að þekkja sjálfa/n þig betur og vita hvaða hæfileikar leynast í þér? Hvert viltu stefna? Á þessu námskeiði verður skemmtileg sjálfskoðun og svona spurningum verður svarað ásamt fleirum sem tengjast þátttakendum. Stjörnukort verða líka reiknuð út fyrir hvern og einn á námskeiðinu. Þess vegna verða þátttakendur að skrá sig í síðasta lagi 1.nóvember svo stjörnukort þeirra sé tilbúið laugardaginn 5.nóvember. Helga Konráðsdóttir stjörnuspekingur stýrir námskeiðinu. Hún hefur stúderað stjörnuspeki síðastliðin 25 ár og er mjög fær. Misstu ekki af þessu námskeiði! Skráning hafin í síma 848 5366.