Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Námskeið í Qigong æfingu
Laugardagur 9. janúar 2016 kl. 08:00

Námskeið í Qigong æfingu

Krabbameinsfélag Suðurnesja og Rauðikrossinn á Suðurnesjum standa fyrir námskeiði í Qigong æfingum. Námskeiðið er haldið í húsi Rauðakrossins að Smiðjuvöllum 8 og hefst 18. janúar 2016 kl. 17:00. Upplýsingar í síma 421-6363 eða netfang [email protected] eða Facebook/Krabbameinsfélag Suðurnesja.  

Iðkun Qigong á uppruna sinn í Kína og hefur þróast þar í aldanna rás. Qigong-æfingar eru
reistar á ögun líkamans svo sem öndun, hugsun og líkamsburði. Iðkendur finna aukinn styrk bæði andlega og líkamlega. Ónæmiskerfið styrkis, jafnvægi eykst og fólk finnur aukna orku og heilbrigði. Með iðkun Qigong má draga úr spennu í líkamanum og skapa hugarró. Qigong geta allir gert á sínum forsendum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024