Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 18. apríl 2006 kl. 09:50

Námskeið í Púlsinum: Líf að loknu þessu lífi

Viltu vita hvað tekur við að loknu þessu lífi? Hvað er himnaríki? Hvert förum við þegar við deyjum? Forvitnilegt námskeið verður í Púlsinum í Sandgerðisbæ næstkomandi sunnudag 23.apríl kl.13 með Erlu Stefánsdóttur sjáanda.

Erla, sem er landsþekkt fyrir skyggni sína og næmi mun leitast við að svara þessum spurningum á sunnudaginn. Á námskeiðinu mun hún fjalla um það sem gerist þegar við deyjum, þegar líkaminn og sálin skiljast að.

Erla kemur inn á tilfinningaþáttinn, hún talar um stemningu og um geðlíkamann sérstaklega, því hann tekur við þegar efnislíkaminn er orðinn úreltur. Erla segir að við þurfum að kunna að deyja, áður en stundin kemur. Þetta hangir allt saman. Breyting á tilfinningalíkama og að æfa sig undir stóra kallið, viðskilnaðinn.

Skráning á námskeiðið er í síma 848 5366.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024