Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Námskeið í innhverfri íhugun á Suðurnesjum
Mánudagur 12. september 2011 kl. 07:25

Námskeið í innhverfri íhugun á Suðurnesjum


Föstudaginn 16. september, verður námskeið í Innhverfri Íhugun á Suðurnesjum. Námskeiðið hefst kl. 19:30 og fer fram í Virkjun, Flugvallarbraut 740 í Ásbrú. Þetta er fimmta námskeiðið sem haldið er hér á svæðinu, en nú þegar um 100 Suðurnesjamenn lært tæknina.

Innhverf Íhugun er aldagömul indversk íhugunartækni, einföld og náttúruleg sem Maharishi Mahesh Yogi hefur innleitt á Vesturlöndum. Það er einfalt að læra tæknina, auðvelt að iðka hana og iðkunin felur ekki í sér neins konar heimspeki, hegðun eða lífsvenjur. Í dag iðka rúmlega sex milljónir manna, á öllum aldri, um allan heim, af ólíkum uppruna og með ólíkan menningarlegan og trúarlegan bakgrunn, Innhverfa Íhugun. Námskeiðið gengur útá að kenna manni tæknina og hvað það er sem gerist þegar maður nær tökum á henni. Meðan á iðkun stendur kyrrist hugurinn smám saman þar til hljóðasta ástandi er náð ,, tær vitund“ sem lýsa má sem sviði allra möguleika hugans. Í þessu ástandi starfar heilinn á einstaklega samræmdan hátt á sama tíma og líkaminn öðlast djúpa hvíld og losar streitu. Þegar Innhverf Íhugun er iðkuð af hópi fólks framkallar hún samstillingaráhrif í samfélaginu sem hafa verið sannreynd með rannsóknum og felast í almennum framförum sem og fækkun neikvæðra þátta á borð við glæpi og ofbeldi. Samstillt þjóðarvitund mun þannig á eðlilegan hátt valda miklum breytingum í átt til jákvæðni, velmegunar og framfara á öllum sviðum lífsins. Meira en 600 rannsóknir hafa verið gerðar við 250 háskóla og rannsóknarstofnanir í 33 löndum sem staðfesta áhrif Innhverfrar Íhugunar á huga, líkama, hegðun og samfélag. . Námskeiðsgjald er kr. 12.000, en sjóður í nafni David Linch greiðir námskeiðið tímabundið niður fyrir Íslendinga. Þetta verður síðasta námskeiðið sem haldið verður á Suðurnesjum. Þann 1. nóvember n.k. hækkar gjaldið í kr. 30.000.-. Skráning er hjá [email protected]

Íslenska Íhugunarfélagið s: 557 8008

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024