Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Námskeið fyrir grunnskólakennara; Leikur að námsefni!
Mánudagur 6. júní 2005 kl. 11:26

Námskeið fyrir grunnskólakennara; Leikur að námsefni!

Námskeið verður haldið í sumar, 9.-11.ágúst í Púlsinum í Sandgerðisbæ fyrir alla grunnskólakennara sem vilja nýta sér leiklist í kennslu einstakra námsgreina og til hópeflingar.
Leikur að námsefni er mjög góð aðferð fyrir kennara til að miðla hefðbundnu námsefni í gegnum leiklist  til nemenda og leyfa þeim að nálgast lærdóm á skapandi hátt leiklistar. Þetta getur átt við um flestar námsgreinar og kennslan verður skemmtileg stund.
Þetta námskeið á við alla nemendur. En nemendur, sem eiga td. við lesblindu að etja, fá með þessari aðferð kjörið tækifæri til þess að læra námsefnið án lesturs heldur í gegnum upplifun og leik.
Á námskeiðinu verður farið í uppbyggilegar leiklistaræfingar sem er frábært hópefli í nemendahópnum og eflir samkennd, virðingu og vináttu. Einnig er farið er í það hvernig nota má hlutverkaleik í aðgerðum gegn einelti (Olweusaráætlun).
Marta Eiríksdóttir, grunnskólakennari leiðir þetta námskeið. Skráning er hafin og ef þú ætlar að vera með, þá er vissara að tryggja sér pláss sem allra fyrst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024