Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Námskeið fyrir foreldra barna með ADHD/ADD
Föstudagur 28. september 2012 kl. 15:15

Námskeið fyrir foreldra barna með ADHD/ADD

Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar stendur fyrir námskeiði sem ætlað er foreldrum barna  með athyglisbrest og/eða ofvirkni (ADHD/ADD). Námskeiðið, sem er fengið frá Þroska- og hegðunarstöð, er einungis ætlað foreldrum sem eiga börn með ADHD og ekki flóknar fylgiraskanir s.s. einhverfu.


Á námskeiðinu fá foreldrar fræðslu um ADHD, hvaða þættir geta styrkt ADHD einkenni í sessi og hvað getur dregið úr þeim. Einnig verður mikið lagt upp úr því að foreldrar deili með sér hugmyndum um hvað hefur gagnast þeim í uppeldinu. Umsjón verður í höndum Agnesar Bjargar Tryggvadóttur og Sigurðar Þ. Þorsteinssonar sem eru sálfræðingar á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Námskeiðið er opið öllum þeim sem búa á þjónustusvæði Fræðsluskrifstofunnar og verður haldið í Holtaskóla og hefst þann 16. október og er í sex skipti, tvo tíma í senn. Skráning fer fram í síma 421-6700, skráningarfrestur er til og með 8. október.